Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 18:32 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ómyrkur í máli. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. Páll birti „Sögu af bankasölu“ á Facebook síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segir vel stæðan kunningja sinn hafa fengið símtal. Hann hafi verið spurður hvort hann vildi ekki taka „snöggan snúning á Íslandsbanka,“ enda gæti hann líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. „Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122,“ segir Páll í færslunni. Hann bætir við að kunninginn hafi selt bréfin morguninn eftir kaup - á 127 krónur á hlut. Kunningi hans hafi grætt um tíu milljónir á símtölunum, tæplega eina og hálfa milljón á klukkutíma, á meðan hann svaf. „Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði,“ segir Páll. „Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt,“ heldur hann áfram. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Páll birti „Sögu af bankasölu“ á Facebook síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segir vel stæðan kunningja sinn hafa fengið símtal. Hann hafi verið spurður hvort hann vildi ekki taka „snöggan snúning á Íslandsbanka,“ enda gæti hann líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. „Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122,“ segir Páll í færslunni. Hann bætir við að kunninginn hafi selt bréfin morguninn eftir kaup - á 127 krónur á hlut. Kunningi hans hafi grætt um tíu milljónir á símtölunum, tæplega eina og hálfa milljón á klukkutíma, á meðan hann svaf. „Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði,“ segir Páll. „Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt,“ heldur hann áfram.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03