Saga og Ten5ion tryggðu sig inn á Stórmeistaramótið Snorri Rafn Hallsson skrifar 10. apríl 2022 15:31 CS:GO veislan á Áskorendamótinu hélt áfram, Ten5ion og Saga léku gríðarvel. Síðari leikir gærkvöldsins í Áskorendamótinu í CS:GO voru á milli XY og Ten5ion annars vegar og Sögu og BadCompany hins vegar í hópi sigurvegara. Í flokki hinna sigruðu mættust svo Fylkir og Samviskan og Haukar og Kórdrengir. Léku liðin upp á þátttökurétt á Stórmeistaramótinu sem hefst 23. apríl. Þau lið sem komust áfram mæta svo efstu 4 liðunum úr Ljósleiðaradeildinni, Dusty, Þór, Vallea og Ármanni. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. XY – Ten5ion XY hafði lagt Samviskuna 2–0 fyrr um kvöldið en Ten5ion vann Fylki 2–1 með framlengingu í síðasta leik. Liðin skiptu með sér lotunum í upphafi fyrsta leiksins. Ten5ion náði þá nokkrum lotum í röð en XY kom til baka, meðal annars með glæsilegri fjórfaldri fellu frá KelaTurbo, jafnaði og komst yfir. Var XY á mikilli siglingu en Ten5ion klóraði í bakkann undir lokin og var staðan 8–7 fyrir XY í hálfleik. Áfram var leikurinn gríðarlega jafn þar til undir lokinn þegar Ten5ion náði nokkrum lotum í röð á XY og vann að lokum 16–13. Ten5ion hafði tökin á öðrum leiknum frá upphafi. Voru leikmenn liðsins í fantastuði og fór fyrri hálfleikur 11–4 fyrir Ten5ion. XY vann fyrstu 2 loturnar í síðari hálfleik en Ten5ion tók næstu 2. Skiptust liðin í kjölfarið á lotum en Ten5ion hafði þó yfirhöndina. XY fékk líflínu undir lok leiks þegar Ten5ion klúðraði lotum sem þeir hefðu átt að vinna. Mistök hjá KelaTurbo sem hljóp fram hjá kitti kostuðu XY þó leikinn að lokum, úrslitin, 16–9 í leiknum. 2–0 í einvíginu og Ten5ion á leið á Stórmeistaramótið. Saga – BadCompany Saga hafði unnið Hauka hratt og örugglega 2–0 en BadCompany þurfti að taka á honum stóra sínum til að leggja Kórdrengi 2–1 fyrr um kvöldið. Í fyrsta leiknum fór BadCompany vel af stað en saga var ekki lengi að snúa vörn í sókn og vinna fyrri hálfleikinn örugglega. BadCompany minnkaði þó muninn á ný þegar liðin skiptu um hlið og komast yfir. Saga barðist enn af krafti og komst yfir undir lokin, 14–12. Þá vantaði bara að leggja lokahönd á verkið og vann Saga 16–13. Saga krækti sér í fyrstu loturnar í öðrum leiknum en BadCompany hélt í við þá og komst yfir um miðjan leik. Aftur var Saga ekki á því að gefast upp og náði forystunni á ný. Náði Saga að vinna leikinn 16–11, einvígið 2–0 og vera fyrsta liðið til að klára mótið með sigri. Kórdrengir – Haukar Bæði lið höfðu lútið í lægra haldi í fyrstu umferðinni en fengu hér tækifæri til að koma einum sigri á blað. Kórdrengir höfðu mikla yfirburði í upphafi fyrsta leiks, en Haukum tókst að spila sig inn í leikinn undir lokin. Þegar upp var staðið höfðu Kórdrengir þó betur, 16–13. Kórdrengir héldu uppteknum hætti og unnu fyrstu 11 loturnar áður en Haukar loks komust á blað með 2 lotum í röð. Leikurinn fór fram í Mirage, korti sem Kórdrengir þekkja vel og voru yfirburðirnir slíkir að þrátt fyrir góðan sprett Hauka áttu þeir aldrei séns. Úrslitin í leiknum, 16–7 og í viðureigninni 2–0. Haukar eru þar með dottnir úr leik, en Kórdrengir eiga möguleika í kvöld á að komast á Stórmeistaramótið. Væri það mikil sárabót eftir að hafa tapað umspilinu gegn Ten5ion á dögunum og fallið um deild. Fylkir – Samviskan Síðari leikurinn í flokki hinna sigruðu var á milli Fylkis og Samviskunnar, það lið sem tapaði glataði þar með möguleikanum á þátttöku í stórmeistaramótinu. Fylkir náði snemma nokkurra lotu forskoti í fyrsta leiknum sem liðið gat byggt á til að setja saman gríðarlega góðan fyrri hálfleik. Ekki var sá síðari af lakari gerðinni heldur og rústaði Fylkir Samviskunni, 16–3. Samviskan var ekki lengi að ná 3 lotum í upphafi leiks tvö en Fylkir jafnaði í 5–5 og komst yfir. Virtist Fylkir eiga í litlum vandræðum með Samviskuna eftir það og stakk þá af í síðari hálfleik. Þá lifnaði almennilega yfir leikmönnum Samviskunnar sem náðu að minnka muninn niður í 2 stig áður en Fylkir gerði út af við þá, 16–13. Úrslitin í einvíginu voru því 2–0 fyrir Fylki sem heldur sér inni í mótinu en Samviskan er dottin úr leik. Mótið heldur áfram Í kvöld fara svo fram síðustu leikirnir í Áskorendamótinu og verður spennandi að sjá hvaða tvö lið af Fylki, Kórdrengjum, BadCompany og XY fylgja Sögu og Ten5ion á Stórmeistaramótið. Kórdrengir keppa við XY, Fylkir við BadCompany. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Fylkir Haukar Kórdrengir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti
Síðari leikir gærkvöldsins í Áskorendamótinu í CS:GO voru á milli XY og Ten5ion annars vegar og Sögu og BadCompany hins vegar í hópi sigurvegara. Í flokki hinna sigruðu mættust svo Fylkir og Samviskan og Haukar og Kórdrengir. Léku liðin upp á þátttökurétt á Stórmeistaramótinu sem hefst 23. apríl. Þau lið sem komust áfram mæta svo efstu 4 liðunum úr Ljósleiðaradeildinni, Dusty, Þór, Vallea og Ármanni. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. XY – Ten5ion XY hafði lagt Samviskuna 2–0 fyrr um kvöldið en Ten5ion vann Fylki 2–1 með framlengingu í síðasta leik. Liðin skiptu með sér lotunum í upphafi fyrsta leiksins. Ten5ion náði þá nokkrum lotum í röð en XY kom til baka, meðal annars með glæsilegri fjórfaldri fellu frá KelaTurbo, jafnaði og komst yfir. Var XY á mikilli siglingu en Ten5ion klóraði í bakkann undir lokin og var staðan 8–7 fyrir XY í hálfleik. Áfram var leikurinn gríðarlega jafn þar til undir lokinn þegar Ten5ion náði nokkrum lotum í röð á XY og vann að lokum 16–13. Ten5ion hafði tökin á öðrum leiknum frá upphafi. Voru leikmenn liðsins í fantastuði og fór fyrri hálfleikur 11–4 fyrir Ten5ion. XY vann fyrstu 2 loturnar í síðari hálfleik en Ten5ion tók næstu 2. Skiptust liðin í kjölfarið á lotum en Ten5ion hafði þó yfirhöndina. XY fékk líflínu undir lok leiks þegar Ten5ion klúðraði lotum sem þeir hefðu átt að vinna. Mistök hjá KelaTurbo sem hljóp fram hjá kitti kostuðu XY þó leikinn að lokum, úrslitin, 16–9 í leiknum. 2–0 í einvíginu og Ten5ion á leið á Stórmeistaramótið. Saga – BadCompany Saga hafði unnið Hauka hratt og örugglega 2–0 en BadCompany þurfti að taka á honum stóra sínum til að leggja Kórdrengi 2–1 fyrr um kvöldið. Í fyrsta leiknum fór BadCompany vel af stað en saga var ekki lengi að snúa vörn í sókn og vinna fyrri hálfleikinn örugglega. BadCompany minnkaði þó muninn á ný þegar liðin skiptu um hlið og komast yfir. Saga barðist enn af krafti og komst yfir undir lokin, 14–12. Þá vantaði bara að leggja lokahönd á verkið og vann Saga 16–13. Saga krækti sér í fyrstu loturnar í öðrum leiknum en BadCompany hélt í við þá og komst yfir um miðjan leik. Aftur var Saga ekki á því að gefast upp og náði forystunni á ný. Náði Saga að vinna leikinn 16–11, einvígið 2–0 og vera fyrsta liðið til að klára mótið með sigri. Kórdrengir – Haukar Bæði lið höfðu lútið í lægra haldi í fyrstu umferðinni en fengu hér tækifæri til að koma einum sigri á blað. Kórdrengir höfðu mikla yfirburði í upphafi fyrsta leiks, en Haukum tókst að spila sig inn í leikinn undir lokin. Þegar upp var staðið höfðu Kórdrengir þó betur, 16–13. Kórdrengir héldu uppteknum hætti og unnu fyrstu 11 loturnar áður en Haukar loks komust á blað með 2 lotum í röð. Leikurinn fór fram í Mirage, korti sem Kórdrengir þekkja vel og voru yfirburðirnir slíkir að þrátt fyrir góðan sprett Hauka áttu þeir aldrei séns. Úrslitin í leiknum, 16–7 og í viðureigninni 2–0. Haukar eru þar með dottnir úr leik, en Kórdrengir eiga möguleika í kvöld á að komast á Stórmeistaramótið. Væri það mikil sárabót eftir að hafa tapað umspilinu gegn Ten5ion á dögunum og fallið um deild. Fylkir – Samviskan Síðari leikurinn í flokki hinna sigruðu var á milli Fylkis og Samviskunnar, það lið sem tapaði glataði þar með möguleikanum á þátttöku í stórmeistaramótinu. Fylkir náði snemma nokkurra lotu forskoti í fyrsta leiknum sem liðið gat byggt á til að setja saman gríðarlega góðan fyrri hálfleik. Ekki var sá síðari af lakari gerðinni heldur og rústaði Fylkir Samviskunni, 16–3. Samviskan var ekki lengi að ná 3 lotum í upphafi leiks tvö en Fylkir jafnaði í 5–5 og komst yfir. Virtist Fylkir eiga í litlum vandræðum með Samviskuna eftir það og stakk þá af í síðari hálfleik. Þá lifnaði almennilega yfir leikmönnum Samviskunnar sem náðu að minnka muninn niður í 2 stig áður en Fylkir gerði út af við þá, 16–13. Úrslitin í einvíginu voru því 2–0 fyrir Fylki sem heldur sér inni í mótinu en Samviskan er dottin úr leik. Mótið heldur áfram Í kvöld fara svo fram síðustu leikirnir í Áskorendamótinu og verður spennandi að sjá hvaða tvö lið af Fylki, Kórdrengjum, BadCompany og XY fylgja Sögu og Ten5ion á Stórmeistaramótið. Kórdrengir keppa við XY, Fylkir við BadCompany. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Fylkir Haukar Kórdrengir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti