Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 12:15 Páll Magnússon sagði í gær frá því að kunningi hans hefði grætt milljónir á útboðinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, á nokkrum klukkustundum. Gerður segir það ekki gott ef menn misnota útboð á ríkiseignum. Samsett Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður. Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður.
Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00