Salan á Íslandsbanka beri augljós einkenni spillingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 18:00 Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Sala fjármálaráðherra á hlut ríkisins í Íslandsbanka er skólabókardæmi um spillingu, aðstöðubrask, vanhæfni og óheilbrigða menningu ábyrgðarleysis undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International. Samtökin hafa það að markmiði að því að efla að gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta, eins og segir á vefsíðu Íslandsdeildar samtakanna. Í tilkynningunni segir að flest bendi til þess að hvorki salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka né hið almenna útboð í maí hafi staðist réttmætar kröfur um fagleg vinnubrögð eða störf í lýðræðislegu umboði. Vísbendingar um spillta meðferð málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar hrannist upp. Fjármálaráðherra hafi ekki trúverðugleika „Héðan í frá er full ástæða til að ætla að fjármálaráðherra hafi hvorki stöðu né trúverðugleika til að hlutast til um sölu banka í eigu almennings. Hann hefur endurtekið gert sig sekan um að greina ekki með réttum og tryggilegum hætti á milli almannahagsmuna og einka- og/eða sérhagsmuna í störfum sínum sem ráðherra,“ segir í tilkynningunni. Þá er lagt til að Alþingi - ekki fjármálaráðherra - eigi að taka ákvörðun um meðferð málsins í umboði kjósenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki bankasöluna en samtökin segja mikilvægt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins að fjármálaráðherra, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, komi hvergi nálægt framvindu málsins. „Ef aðgerðir og ákvarðanir kjörinna fulltrúa eru sveipaðir huliðshjúpi verða þær að gróðrarstíu hlutdrægni, brotum á mannréttindum og mögulegum lögbrotum. Lögbrot kjörinna fulltrúa, ekki síst ráðherra, skaða mikilvæga þjóðarhagsmuni og eru ógn við heilbrigt lýðræði.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Samtökin hafa það að markmiði að því að efla að gagnsæi í íslensku þjóðfélagi og að vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta, eins og segir á vefsíðu Íslandsdeildar samtakanna. Í tilkynningunni segir að flest bendi til þess að hvorki salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka né hið almenna útboð í maí hafi staðist réttmætar kröfur um fagleg vinnubrögð eða störf í lýðræðislegu umboði. Vísbendingar um spillta meðferð málsins af hálfu ríkisstjórnarinnar hrannist upp. Fjármálaráðherra hafi ekki trúverðugleika „Héðan í frá er full ástæða til að ætla að fjármálaráðherra hafi hvorki stöðu né trúverðugleika til að hlutast til um sölu banka í eigu almennings. Hann hefur endurtekið gert sig sekan um að greina ekki með réttum og tryggilegum hætti á milli almannahagsmuna og einka- og/eða sérhagsmuna í störfum sínum sem ráðherra,“ segir í tilkynningunni. Þá er lagt til að Alþingi - ekki fjármálaráðherra - eigi að taka ákvörðun um meðferð málsins í umboði kjósenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun rannsaki bankasöluna en samtökin segja mikilvægt í ljósi þrígreiningar ríkisvaldsins að fjármálaráðherra, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, komi hvergi nálægt framvindu málsins. „Ef aðgerðir og ákvarðanir kjörinna fulltrúa eru sveipaðir huliðshjúpi verða þær að gróðrarstíu hlutdrægni, brotum á mannréttindum og mögulegum lögbrotum. Lögbrot kjörinna fulltrúa, ekki síst ráðherra, skaða mikilvæga þjóðarhagsmuni og eru ógn við heilbrigt lýðræði.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Bankasýslan þvertekur fyrir að lög hafi verið brotin Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið í andstöðu við lög. 8. apríl 2022 18:53