Orkan í Fellsmúla hættir að selja bensín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:18 Vífill Ingimarsson, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Dagur B. Eggertsson undirrituðu samkomulag um lokun bensínstöðvar Orkunnar í Fellsmúla og opnun hleðslustöðvar ON hennar í stað. Aðsend Orkan hyggst breyta bensínstöðinni í Fellsmúla í hleðslustöð fyrir rafknúin ökutæki. Bensínstöð hefur verið á þessum stað í Fellsmúla frá árinu 1971 en stefnt er að því að ný hleðslustöð hefji þar starfsemi fyrir lok árs 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að hleðslustöðin verði rekin í samstarfi við Orku náttúrunnar. Yfirvofandi orkuskipti og loftslagsstefna Reykjavíkurborgar kveði á um fækkun bensínstöðva, auk framtíðarstefnumörkun og vistvænum áherslum Orkunnar hafi leitt til þessarar ákvörðunar. Dagur B. Eggertsson borgrastjóri, Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar og Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Orku náttúrunnar undirrituðu samkomulag um breytinguna í dag. „Sú mikla ánægja sem hefur verið með hleðslustöðvarnar á stöðvum Orkunnar er okkur hvatning til að halda áfram á þessari braut. Við vitum að rafbílum fjölgar nú hratt, þeir voru meira en helmingur seldra bíla á síðasta ári. Þetta þýðir að fjölga þarf hleðslustöðvum og Orkustöðvarnar eru vel staðsettar nærri stofnbrautum og því vinsælar hjá ökumönnum,“ segir Vífill í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Orkan muni halda áfram að þróa þjónustunet sitt á höfuðborgarsvæðinu og að ný Orkustöð verði tekin í gagnið við Lambhagaveg í Úlfarsárdal á næstu tveimur árum samhliða breytingunni í Fellsmúla. Samstarf Orkunnar og Orku náttúrunnar hófst árið 2017 og má nú finna hleðslustöðvar ON á átta Orkustöðvum. Þrjár þeirra eru í Reykjavík og fimm á landsbyggðinni en stefnt er að fjölgun þeirra samhliða orkuskiptum bílaflotans. Bensín og olía Orkuskipti Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni en þar segir að hleðslustöðin verði rekin í samstarfi við Orku náttúrunnar. Yfirvofandi orkuskipti og loftslagsstefna Reykjavíkurborgar kveði á um fækkun bensínstöðva, auk framtíðarstefnumörkun og vistvænum áherslum Orkunnar hafi leitt til þessarar ákvörðunar. Dagur B. Eggertsson borgrastjóri, Vífill Ingimarsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar og Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Orku náttúrunnar undirrituðu samkomulag um breytinguna í dag. „Sú mikla ánægja sem hefur verið með hleðslustöðvarnar á stöðvum Orkunnar er okkur hvatning til að halda áfram á þessari braut. Við vitum að rafbílum fjölgar nú hratt, þeir voru meira en helmingur seldra bíla á síðasta ári. Þetta þýðir að fjölga þarf hleðslustöðvum og Orkustöðvarnar eru vel staðsettar nærri stofnbrautum og því vinsælar hjá ökumönnum,“ segir Vífill í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Orkan muni halda áfram að þróa þjónustunet sitt á höfuðborgarsvæðinu og að ný Orkustöð verði tekin í gagnið við Lambhagaveg í Úlfarsárdal á næstu tveimur árum samhliða breytingunni í Fellsmúla. Samstarf Orkunnar og Orku náttúrunnar hófst árið 2017 og má nú finna hleðslustöðvar ON á átta Orkustöðvum. Þrjár þeirra eru í Reykjavík og fimm á landsbyggðinni en stefnt er að fjölgun þeirra samhliða orkuskiptum bílaflotans.
Bensín og olía Orkuskipti Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira