Fagnar tillögum starfshópsins: „Eitt slys er slysi of mikið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. apríl 2022 17:07 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Einar Ölvun á smáfaratækjum verður meðal annars gerð refsiverð ef tillögur starfshóps á vegum innviðaráðuneytisins gengur eftir. Framkvæmdastjóri Hopp fagnar niðurstöðum hópsins en telur mikilvægt að reglurnar verði ekki of harðar. Innviðaráðherra skipaði starfshópinn til að gera tillögur að úrbótum þegar kemur að smáfaratækjum á borð við rafhlaupahjól. Vinsældir þeirra halda áfram að aukast og mun hjólunum sjálfum fjölga nokkuð á næstunni. Gangi tillögur starfshópsins eftir þurfa ökumenn þeirra þó að fylgja ákveðnum reglum . Starfshópurinn lagði alls fram sex tillögur en í skýrslunni er vísað til þess að slys einstaklinga á rafhlaupahjólum væru að aukast, einna helst seint um kvöld eða á nóttinni um helgar. „Eitt slys er slysi of mikið. Það að fólk skuli stíga upp á rafskútu, algjörlega ófært um að valda henni, er náttúrulega áhyggjuefni fyrir okkur því við viljum að notendur okkar séu öryggir,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Fólk þurfi að hugsa sig tvisvar um Er það meðal annars lagt til að það verði gert refsivert að aka smáfaratæki undir áhrifum áfengis. „Við erum ekki mikið fyrir boð og bönn en ef þetta þarf til að fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það fer út og stígur á rafskútu haugölvað, þá að sjálfsögðu styðjum við það,“ segir hún. Hún bendir þó á að aðeins átta prósent ferða á vegum Hopp séu á nóttunni og er minnihluti þeirra undir áhrifum áfengis. Því muni það líklega ekki hafa mikil áhrif að banna ölvuðum einstaklingum að nota hjólin. Um þúsund hjól eru í rafhlaupahjólaflota Hopp í dag og fer þeim fjölgandi. Vísir/Einar „Þessir örfáu einstaklingar sem fara á rafskútu undir miklum áhrifum, það er verið að tala um þá í staðinn fyrir alla þá sem nota þetta sem samgöngutæki á nóttinni,“ segir Sæunn. „Ég held að umræðan hafi verið röng, það er búið að vera leggja áherslu á þessa örfáu í staðinn fyrir heildina sem notar þetta bara til að fara fram og til baka. Ég held ekki að við munum missa nokkur viðskipti,“ segir hún enn fremur. Starfshópurinn lagði einnig fram tillögur sem snúa að aldurstakmörkum og hámarkshraða en Sæunn fagnar sérstaklega tillögu hópsins um að það verði leyfilegt að aka á hjólunum á götum þar sem 30 kílómetra hámarkshraði er. „Það á bara engan veginn saman að einhver sé á 25 kílómetra hraða og er á gangstétt þannig við fögnum því mjög og vonum að það verði að veruleika,“ segir Sæunn. Reglur sem þurfa að vera í stöðugri þróun Aðspurð um hvort það sé eitthvað sem þau vildu hafa séð í tillögunum segir Sæunn það einna helst vera pláss. „Það er búið að viðurkenna rafskútuna, þetta er mikilvægt, við viljum hafa þetta í borgarlandinu, en okkur vantar pláss,“ segir Sæunn og vísar til að mynda til sambærilegra stæða og eru fyrir reiðhjól. „Þannig það hefði í rauninni verið svona punktur sjö, að gefa rafskútunni meira pláss.“ Almennt séð sé þó mikilvægt að reglurnar séu ekki of harðar þar sem nýsköpun verður að öllum líkindum mjög hröð. Þannig þetta er eitthvað sem þarf að vera í stöðugri þróun samhliða þróun rafhlaupahjóla? „Allan daginn, og þetta þarf að vera í virku samtali. Það var svo frábært með þennan hóp að þau leituðu til okkar, fengu ábendingar frá okkur og tóku þær með inn í umræðuna, og það er það sem að er svo mikilvægt í þessu, að þetta sé bara samtal á milli okkar allra.“ Rafhlaupahjól Reykjavík Samgöngur Slysavarnir Tengdar fréttir „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Innviðaráðherra skipaði starfshópinn til að gera tillögur að úrbótum þegar kemur að smáfaratækjum á borð við rafhlaupahjól. Vinsældir þeirra halda áfram að aukast og mun hjólunum sjálfum fjölga nokkuð á næstunni. Gangi tillögur starfshópsins eftir þurfa ökumenn þeirra þó að fylgja ákveðnum reglum . Starfshópurinn lagði alls fram sex tillögur en í skýrslunni er vísað til þess að slys einstaklinga á rafhlaupahjólum væru að aukast, einna helst seint um kvöld eða á nóttinni um helgar. „Eitt slys er slysi of mikið. Það að fólk skuli stíga upp á rafskútu, algjörlega ófært um að valda henni, er náttúrulega áhyggjuefni fyrir okkur því við viljum að notendur okkar séu öryggir,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Fólk þurfi að hugsa sig tvisvar um Er það meðal annars lagt til að það verði gert refsivert að aka smáfaratæki undir áhrifum áfengis. „Við erum ekki mikið fyrir boð og bönn en ef þetta þarf til að fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það fer út og stígur á rafskútu haugölvað, þá að sjálfsögðu styðjum við það,“ segir hún. Hún bendir þó á að aðeins átta prósent ferða á vegum Hopp séu á nóttunni og er minnihluti þeirra undir áhrifum áfengis. Því muni það líklega ekki hafa mikil áhrif að banna ölvuðum einstaklingum að nota hjólin. Um þúsund hjól eru í rafhlaupahjólaflota Hopp í dag og fer þeim fjölgandi. Vísir/Einar „Þessir örfáu einstaklingar sem fara á rafskútu undir miklum áhrifum, það er verið að tala um þá í staðinn fyrir alla þá sem nota þetta sem samgöngutæki á nóttinni,“ segir Sæunn. „Ég held að umræðan hafi verið röng, það er búið að vera leggja áherslu á þessa örfáu í staðinn fyrir heildina sem notar þetta bara til að fara fram og til baka. Ég held ekki að við munum missa nokkur viðskipti,“ segir hún enn fremur. Starfshópurinn lagði einnig fram tillögur sem snúa að aldurstakmörkum og hámarkshraða en Sæunn fagnar sérstaklega tillögu hópsins um að það verði leyfilegt að aka á hjólunum á götum þar sem 30 kílómetra hámarkshraði er. „Það á bara engan veginn saman að einhver sé á 25 kílómetra hraða og er á gangstétt þannig við fögnum því mjög og vonum að það verði að veruleika,“ segir Sæunn. Reglur sem þurfa að vera í stöðugri þróun Aðspurð um hvort það sé eitthvað sem þau vildu hafa séð í tillögunum segir Sæunn það einna helst vera pláss. „Það er búið að viðurkenna rafskútuna, þetta er mikilvægt, við viljum hafa þetta í borgarlandinu, en okkur vantar pláss,“ segir Sæunn og vísar til að mynda til sambærilegra stæða og eru fyrir reiðhjól. „Þannig það hefði í rauninni verið svona punktur sjö, að gefa rafskútunni meira pláss.“ Almennt séð sé þó mikilvægt að reglurnar séu ekki of harðar þar sem nýsköpun verður að öllum líkindum mjög hröð. Þannig þetta er eitthvað sem þarf að vera í stöðugri þróun samhliða þróun rafhlaupahjóla? „Allan daginn, og þetta þarf að vera í virku samtali. Það var svo frábært með þennan hóp að þau leituðu til okkar, fengu ábendingar frá okkur og tóku þær með inn í umræðuna, og það er það sem að er svo mikilvægt í þessu, að þetta sé bara samtal á milli okkar allra.“
Rafhlaupahjól Reykjavík Samgöngur Slysavarnir Tengdar fréttir „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 „Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00 Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46 Mest lesið Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lögregla leitar manns Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44
„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. 29. nóvember 2021 20:00
Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16. nóvember 2021 08:46