Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 07:49 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47
Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30