Hinseginmál eru mannréttindamál Anna Sigrún Jóhönnudóttir og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir skrifa 13. apríl 2022 18:32 Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 31. mars síðastliðinn var sýnileikadagur trans fólks. Slíkir dagar eru mikilvægir fyrir jaðarsetta hópa vegna þess að sýnileiki gefur fólki styrk og rými til þess að vera það sjálft. Með því að taka þátt í slíkum dögum og veita þeim athygli segjum við „ég sé þig, ég styð þig, áfram þú!”. Sem eru óneitanlega skilaboð sem öll hafa gott af því að heyra, en sérstaklega þau sem hafa fram að þessu ekki getað sýnt sitt rétta sjálf. Á seinustu misserum hefur orðið mikið bakslag í bandaríska skólakerfinu hvað hinsegin málefni varðar. Frá upphafi skólaársins hafa skólayfirvöld í ýmsum ríkjum bannað bækur sem fjalla um reynsluheim hinsegin fólks og fjarlægt fána og plaköt sem minna á hinseginleika. Staðan er svo alvarleg að börn sem falla undir hinseginleika verða fyrir árásum af hendi samnemenda sinna. Skólastofan er því að verða vígvöllur fyrir mismunun og hatur, þvert á skólastefnur og löggjöf. Sumir skólafulltrúar, þingfólk og foreldrar eru þeirrar skoðunar að hinsegin málefni eigi ekki heima í skólastofunni vegna þess að það sé pólitískt mál og ekki við hæfi ungra barna. Upplifun hinsegin barna og aðstandenda þeirra er aftur á móti sú að verið sé að útrýma þeim úr bandaríska menntakerfinu og þagga niður þeirra raunveruleika. Er það staða sem við viljum stefna á? Sem betur fer er staða trans og kynsegin fólks hér á Íslandi í mun betri farvegi en betur má ef duga skal. Verið er að byggja nýtt íþróttamannvirki án þess að hugsa sérstaklega um þennan hóp þegar kemur að búningsklefum. Skólastjórnendur fá að taka ákvarðanir út frá eigin fordómum og hafna fræðslu fyrir starfsfólk um málefni trans barna þrátt fyrir að vera með trans nemendur innan skólans. Fjölmiðlar hér á landi birta aðsendar transfóbískar greinar í nafni málfrelsis þar sem teknar eru fyrir aðstæður sem myndu seint eða aldrei eiga sér stað í raunveruleikanum, einungis til að ýta undir hatur á trans fólki og vinna gegn allri þeirra mannréttindabaráttu. En hvað er það sem upprætir fordóma og dregur úr fáfræði? Jú, fræðsla. Kynjafræði er gífurlega mikilvægt fag sem VG í Fjarðabyggð vill sjá á öllum skólastigum. Í kynjafræði læra börn og unglingar meðal annars á mörk sín og annarra, að þekkja hugtök sem aðstoða við að setja tilfinningar sínar og upplifanir í orð og seinast en ekki síst að bera virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Höfundar eru Anna Sigrún Jóhönnudóttir, sem skipar 3. sæti á lista VG í Fjarðabyggð og Steinunn Dagmar Björgvinsdóttir sem skiptar 6. sæti listans.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar