Stúkan um Hemma Hreiðars: Hann er þetta Eyja-DNA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. apríl 2022 08:01 Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir þau sex lið sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildarinnar í sumar. Vísir Kjartan Atli Kjartansson fékk þá Reyni Leósson og Albert Brynjar Ingason til að fara yfir liðin sem spáð er í neðri hluta Bestu-deildar karla í sérstökum upphitunarþætti Stúkunnar í gær. ÍBV er spáð níunda sæti og það er ekki hægt að ræða Eyjamenn án þess að minnast á þjálfara liðsins, Hermann Hreiðarsson. Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Innslagið hófst á því að sérfræðingar þáttarins voru að fara yfir leikmannamarkað Eyjamanna, en svo var skipt yfir á skrautleg augnablik á þjálfaraferli Hemma. Meðal annars þegar hann skipti sjálfum sér inn á í leik með ÍBV. Strákarnir í settinu gátu hlegið að þessum myndum, en vildu þó meina að Hemmi væri búinn að róast og þroskast sem þjálfari. „Það blæs í kringum hann, en hann er orðinn rólegri í dag,“ sagði Reynir áður en Albert stökk inn í og sagði að Hemmi væri búinn að þroskast. „En við verðum líka að bera virðingu fyrir því hjá Hemma að kemur og byrjar að þjálfa ÍBV og svo Fylki og það endar ekkert sérstaklega vel og hann fer svo út. Þetta er hans draumur og hans ástríða að verða þjálfari,“ hélt Reynir áfram. „Hann er búinn að vera að harka í því að fara til Englands og vinna þar. En þetta stór týpa, þetta stór karakter, hann tekur skrefið og tekur við Þrótti Vogum. Með fullri virðingu fyrir þeim fína klúbbi þá tekur hann það og gerir það af þeirri ástríðu og atvinnumennsku sem vill standa fyrir og fer með þá upp.“ „Þannig að maður verður að bera virðingu fyrir þessum gæja sem er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í öll þessi ár og var örugglega með draum um að verða þjálfari einhvers staðar erlendis. Hann er tilbúinn að taka þetta skref til þess að halda áfram í þessu.“ Albert var sammála kollega sínum og rifjaði upp tíma sinn hjá Fylki þegar hann lék undir stjórn Hemma. „Hann er mjög metnaðarfullur þjálfari og ætlar sér langt í þjálfun. Þó svo að tímabilið hafi farið illa hjá okkur þegar hann var að þjálfa uppi í Árbæ þá hafði hann alltaf hópinn með sér, sama hvað. Eftir tímabilið þá vildi stærstur hluti hópsins halda honum,“ sagði Albert. „Það segir mjög mikið að í svona mótlæti að hafa samt alla með sér. Það var þannig með Hemma, það er auðvelt að fylgja honum.“ Kjartan greip þá boltann á lofti og sagði að Hemmi gæti verið lykillinn að því að Eyjamenn nái langt í sumar. „Ég var að hugsa þetta í undirbúningi fyrir þáttinn. Þetta Eyja-DNA, hann á einhvern veginn heima þar. En hann er þetta Eyja-DNA. Hann er holdgervingur þess sem manni finnst ÍBV standa fyrir. Kraftur, fagmennska og svona einhver trú á sjálfan sig sem Eyjamenn verða að ná að tappa inn í ef þeir ætla að gera rósir í sumar.“ Klippa: Stúkan um Hemma Hreiðars
Besta deild karla ÍBV Stúkan Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira