Takmarkalaust djamm: Langur opnunartími á föstudaginn langa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. apríl 2022 13:27 Steinþór Helgi rekur skemmtistaðinn Röntgen. Vísir/Vilhelm Þriggja ára gamlar breytingar á reglum um skemmtistaði valda því að nú geta djammarar landsins stundað áhugamál sitt um páskana, án þess að helgihald eða aðrar hefðir verði þeim fjötur um fót. Staðarhaldari í miðborg Reykjavíkur mælist þó til þess að fólk gangi ekki of hratt um gleðinnar dyr. Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór. Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Það vakti eflaust athygli einhverra að fjöldi skemmtistaða hefur auglýst óskertan opnunartíma yfir páskana. Þar á meðal í kvöld, á sjálfum föstudeginum langa, degi sem margir Íslendingar hafa alist upp við að eigi að vera langur, en ekki síður leiðinlegur. Nú er öldin hins vegar önnur. Vísir hafði samband við Steinþór Helga Arnsteinsson, einn eiganda skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu, sem getur nú boðið skemmtanaþyrstum inn fyrir sínar dyr án takmarkana, í fyrsta sinn. Helgidagar eins og helgar Margir muna eflaust þá tíð þegar skemmtistaðir áttu að loka á miðnætti aðfaranótt föstudagsins langa, og hafa lokað í sólarhring. Þá þurftu þeir sömuleiðis að vera lokaðir til miðnættis á páskadag. Að sögn Steinþórs var reglum um þetta breytt árið 2019, en síðan þá hefur ekki reynt á þær um páska, þar sem páskana 2020 og 2021 voru í gildi miklar takmarkanir á skemmtanalífinu, vegna Covid. „Það er búið að vera bara fínt. Fólk er bara temmilegt og flott á djamminu, þetta er ekkert of galið,“ segir Steinþór, aðspurður hvort djammarar hafi sætt færis í upphafi páska. „Reglurnar voru settar til þess að breyta því að skemmtistaðir gætu ekki haft opið á aðfangadegi eða föstudaginn langa, þegar það er mikið af túristum og svona. Þær gera ráð fyrir því að skemmtistaðir geti dagana fyrir helgidaga bara haft opið eins og það sé föstudagur eða laugardagur, samkvæmt sínu leyfi bara,“ segir Steinþór. Röntgen er til að mynda með leyfi til að hafa opið til klukkan þrjú um helgar, meðan sumir staðir mega hafa opið til hálf fimm. Þannig má staðurinn vera opinn til þrjú í kvöld, annað kvöld og sunnudagskvöld, þar sem næsti mánudagur er helgidagur, annar í páskum. Engum hollt að taka fimm daga djamm Þrátt fyrir frjálsan opnunartíma skemmtistaða þessa páskana hvetur Steinþór alla til að fara varlega. „Maður er bara að prófa þetta í fyrsta sinn. Það segir sig samt alveg sjálft að það er engum hollt að djamma fimm daga í röð. Þannig að við mælum ekki með því, heldur bara að fólk dreifi þessu jafnt yfir helgina,“ segir hann. Steinþór segist þá sjá fyrir sér að tækifæri felist í því að skemmtistaðir, veitingastaðir og annað þvíumlíkt fái að halda venjulegum opnunartíma um helgar. „Ég held að fólk hafi áttað sig á þessu seint, en í framtíðinni verður þetta kannski helgi sem fólk mun líta til við innflutning á stórum tónlistaratriðum eða eitthvað svoleiðis. Ég held að við eigum mikið inni í að fullnýta páskana og þá kosti sem þetta mun hafa í för með sér,“ segir Steinþór.
Næturlíf Reykjavík Páskar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira