Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2022 13:24 Örn Elías Guðmundsson eða Mugison opnar hátíðina í kvöld. visir/Hafþór Gunnarsson Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill. Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill.
Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira