Ryðguð í skipulagningu en mikil stemning fram undan Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2022 13:24 Örn Elías Guðmundsson eða Mugison opnar hátíðina í kvöld. visir/Hafþór Gunnarsson Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefst í kvöld - eftir tveggja ára Covid-hlé. Rokkstjóri hátíðarinnar segir mikla stemningu í bænum og að fullt sé út úr dyrum hjá mörgum bæjarbúum. Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill. Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Það má reikna með mikilli stemningu í Kampa-skemmunni við bryggjuna á Ísafirði í kvöld þegar Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison stígur á svið og opnar hátíðina Aldrei fór ég Suður ásamt Cauda Collective „Við byrjum klukkan hálf átta í kvöld og verðum fram á miðnætii með sjö atriði í kvöld og önnur sjö á morgun,“ segir Mugison spenntur í samtali við fréttastofu. Þau sem ekki eru á Vestfjörðum geta þó einnig hlustað á tónleikana þar sem útvarpað verður frá þeim á Rás 2 í kvöld og á morgun. Ekki eru seldir miðar þar sem frítt er inn á tónleikana og Mugison segir því erfitt að áætla mætingu. Útlit sé þó fyrir fjölda gesta í bænum þar sem gistiheimili séu fullbókuð. Mugison bætir við að bæjarbúar séu einnig að hýsa fólk og að fullt sé úr úr dyrum hjá mörgum. „Það er einkenni hátíðarinnar að einhverju leyti - þessi fjölskyldustemning. Fólk er að koma vestur að hitta ættingja, systkini, mömmu og pabba. Þannig þetta eru fullt af litlum ættarmótum. Mikil stemning er á Ísafirði vegna rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður. Stemningin sé sérlega mikil í ár þar sem hátíðin var slegin af síðustu tvö árin vegna faraldursins. „Það er dálítið fyndið líka að við sem komum að þessu erum áhugafélag og vinnum ekkert við að halda rokkfestival og það er alveg furðulegt hvað það ryðgar hjá manni fljótt þessi verkkunnátta,“ segir Mugison að mörg skondin atvik hafi því komið upp við skipulagninguna. „Það er eins og allt taki hálftíma lengur á þessu festivali miðað við árið 2019 og þar á undan þegar við vorum búin að halda þetta í sextán ár eða sautján ár.“ Dagskráin er þétt í kvöld en eftir að Mugison opnar hátíðina stíga á stokk Kusk, Rakel og Salóme Katrín, Sólstafir, Moses Hightower, Aron Can og Inspector Spacetime. Á morgun eru það Páll Óskar, Gugusar, Flott, Skrattar, Bríet, Celebs og Hermigervill.
Tónlist Aldrei fór ég suður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira