Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 15:17 Eiríkur Jónsson er duglegur að plokka en kröfurnar nýju komu honum dálítið á óvart í vikunni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira