Félagið staðfesti á vef sínum í dag að lærvöðvi hafi rifnað og því ólíklegt að þessi nítján ára gamli miðjumaður muni spila meira á tímabilinu sem lýkur hjá Barcelona þann 21.maí næstkomandi.
LATEST NEWS | Tests carried out this morning have confirmed that @Pedri has a rupture in his left biceps femoris. He is out and his recovery will determine his availability. pic.twitter.com/R399cpwU4N
— FC Barcelona (@FCBarcelona) April 15, 2022
Pedri hefur aðeins komið við sögum í 22 leikjum á tímabilinu en fyrir tæpu ári var mikið fjallað um ótrúlegt álag á þá átján ára gömlum leikmanni.
Þá tók Pedri þátt í EM og Ólympíuleikunum með spænska landsliðinu síðasta sumar auk þess að spila nær alla leiki fyrir Barcelona á síðustu leiktíð.