Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 11:34 Drífa Snædal er forseti ASÍ. vísir/arnar Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. Drífa var gestur Kristjáns Kristjánssonar í páskaþætti Sprengisands í dag. Þar fóru þau yfir víðan völl í kjaramálum, stöðuna í verkalýðshreyfingunni og átök sem þar hafa átt sér stað að undanförnu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Töluvert púður fór í að ræða stöðuna sem upp er kominn í Eflingu eftir að öllum starfsmönnum skrifstofu félagsins var sagt upp í hópuppsögn sem samþykkt var af stjórn Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég held að þetta hafi komið flestum algjörlega í opna skjöldu af því að svona hópuppsagnir eins og þú segir réttilega eru eitthvað sem verkalýðshreyfingin hefur barist gegn. Barist fyrir aukinni vernd vinnandi fólks, hvort sem það er verkafólk eða skrifstofufólk eða hverjir það eru. Þetta er algjörlega fordæmalaus gjörningur,“ sagði Drífa um uppsagnirnar. Hún segir þær ástæður sem gefnar voru fyrir hópuppsögnunum ekki halda vatni. „Það eru ekki ástæður til þess að fara í hópuppsagnir. Hvort sem það er að breyta launastrúktur, standast jafnlaunavottun eða breyta kjörum einhvern veginn,“ sagði Drífa. Minntist hún að ráðist hafi verið í ýmsar breytingar á skrifstofu ASÍ, skipuriti breytt, launabil minnkað og farið í jafnlaunavottun án þess að ráðast hafi þurft í uppsagnir. „Það er hægt að gera það án þess að fara í hreinsanir.“ Þú kallar þetta hreinsanir? „Já, það er verið að hreinsa út. Algjörlega. Það er ekkert annað en hreinsanir. Ég veit að það er alveg hægt að fara í umbætur án þess að fara slíkt.“ Myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekanda sem gerði hið sama Hún segir hópuppsagnirnar slæmt fordæmi. „Ég myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekenda sem myndi taka svona ákvarðanir. Mér kom það afskaplega mikið á óvart að átta manns skyldu standa að baki svona ákvörun,“ sagði Drífa og vísaði til stjórnar Eflingar. Benti Drífa einnig á að meirihluti þess starfsfólks sem sagt var upp störfum hjá Eflingu hafi verið ráðið inn í formannstíð Sólveigar Önnu. „Þannig að þetta eru ekki gamlar leifar, þetta er ekki fólk sem var þarna fyrir eða eitthvað slíkt. Það er kannski ágætt að hafa það í huga,“ sagði Drífa. Segir starfsfólkið látið kyssa vöndinn vilji það sækja um að nýju Aðspurð um hvort að þarna væri Sólveig Anna ekki að reyna að losa sig við ákveðna menningu sem hún kynni ekki við inn á skrifstofum Eflingar, sagði Drífa að það væri á ábyrgð stjórnenda að skapa vinnustaðamenningu. „Það hefði verið ágætt að fá inn bara utanaðkomandi aðstoð eða breyta menningunni með einhverjum öðrum leiðum,“ sagði Drífa. Starfsfólkinu sem sagt var upp hefur verið hvatt til að sækja um hin nýju störf, sem auglýst voru formlega um helgina. Starfsfólkið hefur gagnrýnt starfslýsingarnar á nýju störfunum. Drífa segir að þetta fólk sé sett í vonda stöðu. „Nú er starfsfólk sett í þá hryllilegu aðstöðu að vera boðið að sækja um störfin sín aftur. Á hvaða kjörum það er liggur ekki ljóst fyrir. Þetta er svolítið eins og bjóða þér að kyssa vöndinn þegar þér hefur verið sagt upp,“ sagði Drífa. Ekki búin að ákveða hvort hún bjóði sig fram aftur Drífa hefur mátt þola töluverða ganrýni á störf hennar sem forseti ASÍ undanfarnar vikur. Ragnar Þór Ingólfssin, formaður VR sagði nýverið að Drífu hefði mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann sagði eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann sagði mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þyrfti að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Þá boðaði Vilhjálmur Birgisson, nýr formaður Starfsgreinasambandsins hallarbyltingu innan ASÍ á dögunum. Forsetakjör verður á þingi ASÍ í haust og hefur Drífa ekki gefið upp hvort hún muni bjóða sig fram til endurkjörs. Hefurðu áhuga á því? „Það bara kemur í ljós. Alveg heiðarlega sagt, þá er ég ekki búinn að ákveða mig.“ Er það eftirsóknarvert að vera foringi í hópi sem kann ekki vel við mann.? „Það getur verið lýjandi stundum, suma daga.“ Þannig að þú ert ekki búinn að gera upp hug þinn um þetta? „Nei.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Sprengisandur Tengdar fréttir Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Drífa var gestur Kristjáns Kristjánssonar í páskaþætti Sprengisands í dag. Þar fóru þau yfir víðan völl í kjaramálum, stöðuna í verkalýðshreyfingunni og átök sem þar hafa átt sér stað að undanförnu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Töluvert púður fór í að ræða stöðuna sem upp er kominn í Eflingu eftir að öllum starfsmönnum skrifstofu félagsins var sagt upp í hópuppsögn sem samþykkt var af stjórn Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég held að þetta hafi komið flestum algjörlega í opna skjöldu af því að svona hópuppsagnir eins og þú segir réttilega eru eitthvað sem verkalýðshreyfingin hefur barist gegn. Barist fyrir aukinni vernd vinnandi fólks, hvort sem það er verkafólk eða skrifstofufólk eða hverjir það eru. Þetta er algjörlega fordæmalaus gjörningur,“ sagði Drífa um uppsagnirnar. Hún segir þær ástæður sem gefnar voru fyrir hópuppsögnunum ekki halda vatni. „Það eru ekki ástæður til þess að fara í hópuppsagnir. Hvort sem það er að breyta launastrúktur, standast jafnlaunavottun eða breyta kjörum einhvern veginn,“ sagði Drífa. Minntist hún að ráðist hafi verið í ýmsar breytingar á skrifstofu ASÍ, skipuriti breytt, launabil minnkað og farið í jafnlaunavottun án þess að ráðast hafi þurft í uppsagnir. „Það er hægt að gera það án þess að fara í hreinsanir.“ Þú kallar þetta hreinsanir? „Já, það er verið að hreinsa út. Algjörlega. Það er ekkert annað en hreinsanir. Ég veit að það er alveg hægt að fara í umbætur án þess að fara slíkt.“ Myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekanda sem gerði hið sama Hún segir hópuppsagnirnar slæmt fordæmi. „Ég myndi gagnrýna hvern einasta atvinnurekenda sem myndi taka svona ákvarðanir. Mér kom það afskaplega mikið á óvart að átta manns skyldu standa að baki svona ákvörun,“ sagði Drífa og vísaði til stjórnar Eflingar. Benti Drífa einnig á að meirihluti þess starfsfólks sem sagt var upp störfum hjá Eflingu hafi verið ráðið inn í formannstíð Sólveigar Önnu. „Þannig að þetta eru ekki gamlar leifar, þetta er ekki fólk sem var þarna fyrir eða eitthvað slíkt. Það er kannski ágætt að hafa það í huga,“ sagði Drífa. Segir starfsfólkið látið kyssa vöndinn vilji það sækja um að nýju Aðspurð um hvort að þarna væri Sólveig Anna ekki að reyna að losa sig við ákveðna menningu sem hún kynni ekki við inn á skrifstofum Eflingar, sagði Drífa að það væri á ábyrgð stjórnenda að skapa vinnustaðamenningu. „Það hefði verið ágætt að fá inn bara utanaðkomandi aðstoð eða breyta menningunni með einhverjum öðrum leiðum,“ sagði Drífa. Starfsfólkinu sem sagt var upp hefur verið hvatt til að sækja um hin nýju störf, sem auglýst voru formlega um helgina. Starfsfólkið hefur gagnrýnt starfslýsingarnar á nýju störfunum. Drífa segir að þetta fólk sé sett í vonda stöðu. „Nú er starfsfólk sett í þá hryllilegu aðstöðu að vera boðið að sækja um störfin sín aftur. Á hvaða kjörum það er liggur ekki ljóst fyrir. Þetta er svolítið eins og bjóða þér að kyssa vöndinn þegar þér hefur verið sagt upp,“ sagði Drífa. Ekki búin að ákveða hvort hún bjóði sig fram aftur Drífa hefur mátt þola töluverða ganrýni á störf hennar sem forseti ASÍ undanfarnar vikur. Ragnar Þór Ingólfssin, formaður VR sagði nýverið að Drífu hefði mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann sagði eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann sagði mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þyrfti að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. Þá boðaði Vilhjálmur Birgisson, nýr formaður Starfsgreinasambandsins hallarbyltingu innan ASÍ á dögunum. Forsetakjör verður á þingi ASÍ í haust og hefur Drífa ekki gefið upp hvort hún muni bjóða sig fram til endurkjörs. Hefurðu áhuga á því? „Það bara kemur í ljós. Alveg heiðarlega sagt, þá er ég ekki búinn að ákveða mig.“ Er það eftirsóknarvert að vera foringi í hópi sem kann ekki vel við mann.? „Það getur verið lýjandi stundum, suma daga.“ Þannig að þú ert ekki búinn að gera upp hug þinn um þetta? „Nei.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Sprengisandur Tengdar fréttir Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 „Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
„Ekki leyfilegt að vera með hópuppsagnir af því bara“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það hafa komið sér verulega á óvart að stjórn Eflingar hafi ákveðið á fundi í gær að öllu starfsfólki stéttafélagsins yrði sagt upp störfum. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýkjörins formanns Eflingar, þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi í gær. 12. apríl 2022 11:48