Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2022 15:05 Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. Sæti í starfshópnum eiga Iðunn Guðjónsdóttir, formaður, skipuð án tilnefningar, Sigríður Björnsdóttir, tilnefnd af Matvælastofnun og Ólafur Páll Jónsson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. Miklar og heitar umræður hafa skapast um blóðmerahaldið og sitt sýnist hverjum í því máli. En er eitthvað nýtt að frétta í málinu? Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Starfshópur, sem ráðherra skipaði til þess að fara ofan í saumana á blóðmerahaldi yfirleitt, regluverkinu, hvernig staðið er að eftirliti og hvernig kerfið er í kringum þetta allt saman, er að störfum og ég á von á því að hann skili af sér núna á vordögum eða allavega fyrir sumarið. Þá kemur í ljós hvað starfshópurinn hefur fundið út, við bíðum eftir því,“ segir Sigurborg. En verðum blóð tekið úr nýköstuðum merum í sumar? „Ekki nema að breyting verði á lögum og reglugerðum. Að óbreyttu verður blóð tekið í sumar, ekki nema að ráðherra setji einhverjar reglur um að það verði ekki gert. Við verðum að hlýða lögum og reglugerðum eins og hverjir aðrir þjóðfélagsþegnar,“ bætir Sigurborg við. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, reiknar með blóðtöku úr fylfullum hryssum í sumar á Íslandi, nema að ráðherra setji reglur um að það verði ekki leyft.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurborg sjálf, hvað vill hún að verði gert? „Ég vil ekki tjá mig um það, það er starfshópur í gangi, við bíðum eftir því.“ Af hverju vildu ekki tjá þig? „Að því að mín persónulega skoðun á ekki að skipta máli í þessu. Við förum að lögum og reglugerðum og látum skoða hlutina alveg ofan í grunninn,“ segir hún. Blóðið er tekið úr hryssunum eftir köstun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Miklar og heitar umræður hafa skapast um blóðmerahaldið og sitt sýnist hverjum í því máli. En er eitthvað nýtt að frétta í málinu? Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. „Starfshópur, sem ráðherra skipaði til þess að fara ofan í saumana á blóðmerahaldi yfirleitt, regluverkinu, hvernig staðið er að eftirliti og hvernig kerfið er í kringum þetta allt saman, er að störfum og ég á von á því að hann skili af sér núna á vordögum eða allavega fyrir sumarið. Þá kemur í ljós hvað starfshópurinn hefur fundið út, við bíðum eftir því,“ segir Sigurborg. En verðum blóð tekið úr nýköstuðum merum í sumar? „Ekki nema að breyting verði á lögum og reglugerðum. Að óbreyttu verður blóð tekið í sumar, ekki nema að ráðherra setji einhverjar reglur um að það verði ekki gert. Við verðum að hlýða lögum og reglugerðum eins og hverjir aðrir þjóðfélagsþegnar,“ bætir Sigurborg við. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, reiknar með blóðtöku úr fylfullum hryssum í sumar á Íslandi, nema að ráðherra setji reglur um að það verði ekki leyft.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurborg sjálf, hvað vill hún að verði gert? „Ég vil ekki tjá mig um það, það er starfshópur í gangi, við bíðum eftir því.“ Af hverju vildu ekki tjá þig? „Að því að mín persónulega skoðun á ekki að skipta máli í þessu. Við förum að lögum og reglugerðum og látum skoða hlutina alveg ofan í grunninn,“ segir hún. Blóðið er tekið úr hryssunum eftir köstun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira