Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 16:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Engin fyrirmæli eða viðbrögð frá ríkisstjórninni hafi borið merki um annað, hvorki í aðdraganda útboðsins eða eftir það. „Þannig taldi stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sig vinna í fullu umboði fjármálaráðherra og ríkisstjórnar,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni og starfsfólkinu sem send var á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilefni yfirlýsingarinnar er yfirlýsing formanna stjórnarflokkanna frá því í morgun, þar sem fram kom að þau vildu leggja niður Bankasýsluna. Í yfirlýsingunni segir að þó lengi hafi legið fyrir að til stæði að leggja Bankasýslu ríkisins niður hafi orðalag yfirlýsingarinnar komið stjórn og starfsmönnum á óvart. „Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslunni frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar á framkvæmd útboðsins þó komið hafi fram að ráðherrar hafi verið ósáttir við að Bankasýsla ríkisins taldi ekki heimilt að birta lista yfir kaupendur í útboðinu. Það mat Bankasýslunnar byggði á álitum fleiri en eins utanaðkomandi lögfræðiráðgjafa stofnunarinnar.“ Stór hluti enn óseldur Í yfirlýsingunni er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem fram komi að Bankasýsla ríkisins fengi það hlutverk að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir árið 2023, ef markaðsaðstæður væru hagfelldar. 35 prósenta hlutur hafi verið seldur í frumútboði í fyrra og í framhaldi af því hafi verið ákveðið að selja næsta hlut með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi. Sá hlutur hafi verið 22,5 prósent og sölufyrirkomulagið fól í sér lokað útboð á hlutum í Íslandsbanka til hæfra fjárfesta og segir í yfirlýsingunni að það sé algengasta söluaðferð eftir frumútboð á hlutabréfum í evrópskum fyrirtækjum. Þá segir að í öllum gögnum frá Bankasýslunni hafi komið fram að helsti gallinn við það fyrirkomulag væri að ekki væri gert ráð fyrir þátttöku almennra fjárfesta. „Ríkissjóður á enn 42,5% hlut í Íslandsbanka og er hluturinn metinn á um 100 milljarða. Þann hlut á eftir að selja og var m.a. gert ráð fyrir þátttöku almennings í næstu skrefum,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórn Bankasýslunnar segir það ekki samræmast hlutverki stofnunarinnar að taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hafi í kjölfar útboðsins og varði að miklu leyti pólitísk álitaefni. Stjórnin segist fagna yfirstandandi skoðun á framkvæmd útboðsins.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05