Gagnrýni Söru á mótshaldara EM vekur heimsathygli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 10:00 Söru Björk Gunnarsdóttur finnst óskiljanlegt að leikir Íslands á EM fari ekki fram á stærri leikvöngum. epa/Tibor Illyes Gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á mótshaldara EM 2022 hefur vakið heimsathygli. Hún er afar ósátt við að tveir leikir Íslands á mótinu fari fram á akademíuleikvangi Manchester City. Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira