Gagnrýni Söru á mótshaldara EM vekur heimsathygli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 10:00 Söru Björk Gunnarsdóttur finnst óskiljanlegt að leikir Íslands á EM fari ekki fram á stærri leikvöngum. epa/Tibor Illyes Gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á mótshaldara EM 2022 hefur vakið heimsathygli. Hún er afar ósátt við að tveir leikir Íslands á mótinu fari fram á akademíuleikvangi Manchester City. Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Sara var gestur í hlaðvarpsþættinum Their Pitch þar sem hún ræddi meðal annars um vellina sem hýsa leikina í riðli Íslands á EM. Tveir leikir íslenska liðsins fara fram á akademíuleikvangi City og einn á heimavelli Rotherham United. Akademíuleikvangur City tekur aðeins 4.700 manns í sæti og langt er síðan seldist upp á báða leiki Íslands þar á EM. Völlurinn í Rotherham tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í valinu á keppnisvöllunum og skilur ekki af hverju leikirnir fari ekki fram á stærri leikvöngum í takt eins og þróunin er í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara sem telur að allt að tuttugu þúsund íslenskir áhorfendur væru tilbúnir að koma á leikina á EM. Sara er langfrægasta fótboltakona Íslands og hefur verið ein fremsta fótboltakona heims undanfarin ár. Gagnrýni hennar á valinu á keppnisvöllum á EM hefur því vakið mikla athygli. Meðal miðla sem hafa fjallað um ummæli hennar í Their Pitch eru BBC, The Guardian, The Telegraph og The Athletic. Iceland midfielder Sara Bjork Gunnarsdottir has criticised the venues for some of this summer's European Championship games.Her side play at the 4,700 capacity Manchester City Academy Stadium, which she says is "disrespectful towards women's football".More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) April 19, 2022 It s shocking. You have so many stadiums, and we have a training ground. It s just embarrassing. Iceland s Sara Björk Gunnarsdóttir has branded the use of the Manchester City Academy Stadium for a Euro 2022 venue as disrespectful to women s football https://t.co/mG8VWqhEvS— Guardian sport (@guardian_sport) April 20, 2022 Is the Academy Stadium too small for #WEURO2022 games? Iceland's Lyon star Sara Bjork Gunnarsdottir says it's "disrespectful to women's football" that it's a host venue. Iceland's games there are full. Meanwhile, Old Trafford down the road is sold out too https://t.co/j7HlhWd17K— Tom Garry (@TomJGarry) April 19, 2022 The FA s decision to host Women s European Championship games at #MCFC s Academy Stadium has been labelled disrespectful towards women s football by Iceland international Sara Bjork Gunnarsdottir... #WEURO2022https://t.co/FeeZ4Ht2O7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) April 19, 2022 Akademíuvöllurinn í Manchester, sem er líka heimavöllur kvennaliðs City, er minnsti leikvangurinn á EM. Þar á eftir koma völlurinn í Rotherham og Leigh Sports Village í Leigh. Ef Ísland lendir í 2. sæti riðilsins leikur það í Leigh í átta liða úrslitunum. Ef Ísland vinnur riðilinn leikur það í Rotherham í átta liða úrslitunum. Sara er á leið á sitt fjórða Evrópumót. Hún sneri aftur í landsliðið fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM og kom við sögu í þeim báðum. Ísland fékk sex stig út úr leikjunum og er því í góðri stöðu fyrir lokasprettinn í undankeppninni. Ef Ísland fær fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni kemst liðið á HM í fyrsta sinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti