Sindri Sindrason hitti leikarahópinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
„Þetta er fjölskyldusaga. Saga, sem er einstæð móðir, missir minnir þegar hún er í göngu á Klambratúni með sex ára syni sínum því hún fær svo heiftarlegt flogaveikiskast,“ segir Tinna.
„Hún vaknar upp við það og man ekki neitt nema það að hún var með syni sínum og hún þarf að finna hann. Svo þarf hún að púsla saman hver hún er,“ segir Aníta Briem.

„Þegar hún er að reyna endurheimta minnið og fyrri líf þá fara ýmsir hlutir að koma í ljós, minningar sem hún hafði bælt niður og fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um,“ segir Tinna.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Edda og Jóhann fara með hlutverk foreldra Sögu í kvikmyndinni.
„Líf okkar er óaðfinnanlegt og það má ekki tala um erfiðu hlutina. Það gerir maður bara ekki og þess vegna gengur svona vel hjá okkur. Geymt er geymt og gleymt er gleymt,“ segir Edda.

„Þetta er búið að vera erfitt hjá þeim hjónum og þessari fjölskyldu og smátt og smátt þróast hlutirnir þannig að það er nánast ekki hægt að ræða þá,“ segir Jóhann.
Tinna Hrafnsdóttir var gestur í Einkalífinu á Vísi á dögunum og má sjá viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.