Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:47 Katrín Jakobsdóttir segir að innganga Finna í Atlantshafsbandalagið hafi áhrif á öryggismál í Evrópu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“ NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“
NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39
Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00