Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:47 Katrín Jakobsdóttir segir að innganga Finna í Atlantshafsbandalagið hafi áhrif á öryggismál í Evrópu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“ NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“
NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39
Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00