Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 10:47 Katrín Jakobsdóttir segir að innganga Finna í Atlantshafsbandalagið hafi áhrif á öryggismál í Evrópu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“ NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stuðningur almennings í Finnlandi við inngöngu hefur aukist gríðarlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Forsætisráðherra Finnlands hefur lýst því yfir að þingið muni afgreiða málið hratt og örugglega, þrátt fyrir hótanir Rússlands um aukna kjarnorkuvirkni við Eystrasaltshafið gangi Svíar og Finnar til liðs við bandalagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd í Finnlandi fyrir stuttu síðan. View this post on Instagram A post shared by Sanna Marin (@sannamarin) „Það fer auðvitað ekki fram hjá nokkrum manni að þessi umræða gríðarlega ofarlega á baugi og vegna þess að sagan er auðvitað dálítið merkileg. Ég meina Finnar hafa auðvitað átt mikil samskipti við nágranna sína í austri sögulega og það er flókin saga. Þá er þetta mjög róttæk breyting ef úr verður að Finnland og mögulega Svíar ákveða að söðla um og ganga í Atlantshafsbandalagið.“ Í úttekt sem finnsk stjórnvöld gerðu vegna hugsanlegrar inngöngu í Atlantshafsbandalagið kemur fram að líklega myndi spennan á milli Rússa og Finna aukast til skamms tíma við inngöngu Finna í bandalagið en til langs tíma myndi inngangan auka öryggi Finna. „Í fyrsta lagi höfum við sagt að við bara styðjum þessi ríki til að taka sínar eigin ákvarðanir í þessum efni. Í öðrum lagi þá er mikilvægt og við erum að vinna í raun og veru okkar áhættumat. Fórum strax af stað í þá vinnu eftir innrásina en það er mikilvægt að taka þá tillit til þess að þetta getur að einhverju leyti breytt svona, hvað getum við sagt, öryggisstrúktúrnum hér í Evrópu.“
NATO Finnland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39
Íslensk stjórnvöld meti sjálf varnarþörf landsins Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að rússnesk stjórnvöld gætu refsað Íslendingum vegna stuðnings við mögulega NATO-umsókn Finnlands og Svíþjóðar. Hann segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld meti sjálf hver varnarþörfin sé fyrir landið og taki að þeirri vinnu lokinni upp viðræður við bandalagsríki um hvernig vörnum Íslands skuli háttað. 19. apríl 2022 23:16
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00