Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. „Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
„Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26
Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00