Borgarstjóri hafi tapað trúverðugleika í leikskólamálum Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:59 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir leikskólamál í borginni í ólestri. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir barnafjölskyldum vera sýnd fullkomin óvirðing af yfirvöldum í borginni, með því að bjóða börnum pláss á leikskólum sem ekki eru til. Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfullrúi og oddviti Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, fer hörðum orðum um meirihlutann í borginni og Dag B. Eggertsson borgarstjóra í færslu á Facebook. Tilefni skrifa hennar er frétt Morgunblaðsins um móður sem fékk boð um pláss fyrir dóttur sína á leikskóla sem er ekki til í raun og veru. Hildur segir borgarstjóra hreykja sér af því að leikskólavandi í borginni heyri sögunni til. „Hér er borgarstjóri með einhverja óheiðarlegustu sendingu til fjölskyldufólks sem hægt er að hugsa sér,“ segir Hildur. Jafnmörg á biðlista nú og fyrir fjórum árum Hildur segir sér bregða við fullyrðingar borgarstjóra um að börn fái nú pláss á leikskóla frá tólf mánaða aldri og að biðlistar heyri sögunni til. Tilkynnt var á dögunum að stórum hluta barna allt niður í tólf ára yrði boðið pláss á leikskólum nú í haust eða seinna á árinu. Hildur gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar meirihlutans og segir jafnmörg börn vera á biðlista nú og voru fyrir fjórum árum eða um 800 talsins. Þá segir hún að börn séu að meðaltali tveggja ára þegar þau fá inni á leikskóla. „Meirihlutinn hreykir sér af 513 nýjum rýmum á ungbarnadeildum borgarinnar en nefnir auðvitað ekki að aðeins 9 prósent rýmanna hafa raunverulega verið boðin ungbörnum,“ segir hún. Opnun leikskólanna hvergi í sjónmáli HIldur segir fjölda foreldra í Reykjavík hafa fengið loforð um leikskólapláss síðasta haust á nýjum leikskólum sem ætlað er að leysa leikskólavandann. „Þessar fjölskyldur bíða enn og fyrsti starfsdagur leikskólanna hvergi í sjónmáli. Fjölskyldum er sýnd fullkomin óvirðing, enda reynast falskar vonir og óvissa, öllu fólki erfið sem þarf að skipuleggja sinn hversdag,“ segir hún. Hún segir ekki duga að senda fjölskyldum bréf með boði um leikskólarými á óskilgreindum tíma, enda skipti hver mánuður ungar fjölskyldur máli. „Borgarstjóri hefur glatað öllum trúverðugleika í málinu. Það er kominn tími á vaktaskipti í Reykjavík,“ segir Hildur að lokum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira