Þjóðarhöll á Reykjanesi, í Mosó eða á Selfossi? Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Ný þjóðarhöll á að taka við hlutverki Laugardalshallar sem fyrir löngu er komin til ára sinna og hefur auk þess verið ónothæf síðan í nóvember 2020 vegna vatnsskemmda. Vísir/Egill Sífellt bætist í hóp sveitarfélaga sem opin eru fyrir því að þar verði reist þjóðarhöll fyrir landslið Íslands í handbolta og körfubolta, sem verið hafa á vergangi síðustu misseri. Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér. Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Lengi hefur verið kallað eftir nýrri þjóðarhöll og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, sagði móðgandi hvernig stjórnvöld kæmu fram við íslenskt íþróttafólk með því að bjóða ekki upp á viðunandi aðstöðu. Í grein á Vísi í dag lýsa Suðurnesjamenn yfir vilja til þess að á þeirra svæði verði reist þjóðarhöll. Áður hefur formaður bæjarráðs Árborgar óskað eftir viðræðum um að þjóðarhöll rísi á Selfossi, og í vikunni samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að kanna staðsetningu fyrir þjóðarhöll í bænum. „Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist,“ segir meðal annars í greininni sem bæjarstjórar Grindavíkur, Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar skrifa í dag, ásamt Pálma Frey Randverssyni framkvæmdastjóra Kadeco. Þeir bæta við: „Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík.“ Stefnan hefur ávallt verið að þjóðarhöll rísi í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugardal, og stjórnvöld hafa ekki gefið til kynna að annað standi til. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur sagt að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um komandi mánaðamót. Annars muni borgin nýta þá tvo milljarða sem hún hafi tekið frá vegna verkefnisins til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Ármann og Þrótt. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir sömuleiðis að sambandið verði að geta gefið Alþjóðakörfuknattleikssambandinu FIBA skýr svör um þjóðarhöll fyrir mánaðamótin. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sagt að spilað verði í nýrri þjóðarhöll á kjörtímabilinu sem hófst síðasta haust en ekki hefur enn verið gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun. „Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar,“ segir í grein Suðurnesjamanna sem lesa má hér.
Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Mosfellsbær Árborg Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47 Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00 Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. 21. apríl 2022 13:47
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. 20. apríl 2022 12:00
Vill viðræður um þjóðarhöll á Selfossi Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir gæti risið á Selfossi ef hugmyndir formanns bæjarráðs Árborgar ganga eftir. Hann kallar eftir samtali við ríkisstjórnina í ljósi „vandræðagangs í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar.“ 31. mars 2022 14:01
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni