Tekið á móti allt að 140 úkraínskum flóttamönnum úr viðkvæmum hópum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:27 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fól flóttamannanefnd í síðasta mánuði að útfæra tillögur að móttöku flóttafólks í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Tekið verður á móti allt að 140 manns úr þeim hópum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns.
„Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent