Á útleið eftir aldarfjórðung í JL-húsinu: Vilja selja rýmið undir fallegar íbúðir með svölum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 07:00 Nokkur fyrirtæki hafa reynt fyrir sér í JL-húsinu síðustu árin án mikils árangurs. vísir/vilhelm Húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, sem er eina starfsemin sem eftir er í JL-húsinu í Vesturbænum, hefur verið sett á sölu. Skólastjórinn hefur fengið staðfestingu frá borginni um að byggja megi íbúðir í húsinu sem hefur hingað til verið notað undir ýmiskonar rekstur. Margir hafa sýnt þessum möguleika áhuga. Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir. Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Þetta risastóra og sögufræga húsnæði í Vesturbænum hefur að mestu leyti staðið autt síðustu mánuði. Þar hefur verið alls konar starfsemi síðustu ár sem hefur eiginlega öll farið á hausinn. Ein stofnun hefur þó staðið keik; Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur verið með starfsemi í húsinu í tæpan aldarfjórðung. En hann hefur núna sett allan sinn húsakost á annarri og þriðju hæð á sölu og er að leita sér að nýjum stað til frambúðar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: „Þetta er eitt af því sem er auglýst til sölu á netinu. Það er húsnæði skólans hérna. Þetta er bara eiginlega orðið of lítið fyrir okkur og við þurfum bara að reyna að finna okkur annað hentugra húsnæði,“ segir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur fengið margar fyrirspurnir um hvort breyta megi húsinu í íbúðarhúsnæði.vísir/ívar Allt á hausinn Hæðir hússins eru fimm. Myndlistaskólinn á annarri og þriðju hæð en hinar standa tómar. Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur án mikils árangurs. Bæði hótel og farfuglaheimili hafa þá reynt fyrir sér að efstu hæðunum en bæði farið á hausinn. Nei, það hefur ekki gengið sérlega vel að halda úti rekstri í JL-húsinu. „Við erum svona fasti punkturinn. Við höfum verið hérna síðan 1998. En svona síðustu sex, sjö árin það hefur verið frekar erfitt fyrir marga hérna,“ segir Áslaug. Og einmitt þess vegna eru nú uppi hugmyndir um að breyta þessu sögufræga húsi í íbúðarhús. Svalir á allan norðausturhlutann Áslaug segist hafa fengið margar fyrirspurnir um hvort hægt sé að nýta rýmið undir íbúðir og sendi þvífyrirspurn á skipulagsfulltrúa borgarinnar um málið. Hann tók vel í það. „Ég held það væri bara frábært. Ég hugsa að þetta gætu bara orðið mjög góðar og fallegar íbúðir,“ segir Áslaug. Útsýnið er enda prýðilegt úr húsinu, sem Áslaug telur að verði innan nokkurra ára komið með svalir utan á alla norðausturhliðina. „Ég held að það skipti náttúrulega höfuðmáli ef þú ætlar að breyta þessu í íbúð þá sé það - að það megi setja svalir,“ segir Áslaug. Þetta er í lagi samkvæmt borginni og hver veit því nema hægt verði að kaupa sér nýuppgerða íbúð á annarri eða þriðju hæð JL-hússins á næstunni. Bankinn á hinar hæðirnar Fjárfestingafélagið JL Holding átti alla fyrstu hæðina og þá fjórðu og fimmtu en í nýlegu uppgjöri félagsins við Íslandsbanka féll húsnæðið í hendur bankans. Afsalið er enn ekki komið í hendur bankans en hann bíður eftir því og segist í samtali við fréttastofu enn ekki búinn að taka ákvörðun um hvað gera eigi við húsið. Bankinn útilokar þó alls ekki að þar verði byggðar íbúðir.
Reykjavík Húsnæðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Óska eftir að opna hostel í JL-húsinu Bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa sent inn umsókn um að opna gististað á tveimur efstu hæðum JL-hússins við Hringbraut. 24. október 2014 08:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent