Börsungar töpuðu fyrir Rayo Vallecano og Real Madrid með níu fingur á titlinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. apríl 2022 21:11 Titillinn alveg úr augsýn. vísir/Getty Real Madrid á spænska meistaratitilinn vísan eftir að Barcelona tapaði fyrir Rayo Vallecano á Nou Camp í kvöld. Alvaro Garcia náði forystunni fyrir Rayo Vallecano á sjöundu mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Barcelona sótti án afláts en náði ekki inn marki. Úrslitin þýða að Real Madrid þarf aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjunum til að tryggja spænska meistaratitilinn, að því gefnu að Barcelona vinni rest. Fótbolti Spænski boltinn
Real Madrid á spænska meistaratitilinn vísan eftir að Barcelona tapaði fyrir Rayo Vallecano á Nou Camp í kvöld. Alvaro Garcia náði forystunni fyrir Rayo Vallecano á sjöundu mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Barcelona sótti án afláts en náði ekki inn marki. Úrslitin þýða að Real Madrid þarf aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjunum til að tryggja spænska meistaratitilinn, að því gefnu að Barcelona vinni rest.