„Það er verið að ræna þjóðareign“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 23. apríl 2022 20:28 Erpur Eyvindarson og Ágúst Bent á mótmælunum í dag. Stöð 2 Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. „Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Mótmælendum hefur fjölgað um helming í bæði skiptin. Þetta er í þriðja skiptið sem við hittumst hérna. Og það hefur farið ört vaxandi í hvert skipti. Fjölmennust núna í dag. Fleiri þúsund manns,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna, í samtali við fréttastofu. Og það er hugur í mótmælendum. Fundurinn í dag var alls ekki sá síðasti. „Alls ekki. Ekki eins og þú heyrðir á fólkinu, það vill hittast hérna aftur. Það er gríðarleg óánægja meðal almennings út af þessari bankasölu og bara spillingunni sem hún afhjúpar.“ Hallgerður Þórarinsdóttir, einn af skipuleggjendum mótmælanna.Stöð 2 Almenningur ósáttur með söluna Almenningur hefur sitt um málið að segja og er mikill meirihluti landsmanna ósáttur með söluna. „Ég fyrir það fyrsta deili ekki þeim trúarbrögðum að ríkið megi ekki eiga banka. Í öðru lagi að ef að það á að selja slíka eign er lágmark að það verði gert fyrir hámarksvirði. Og þetta ferli stenst bara enga skoðun,“ sagði Hjálmar Theodórsson, einn mótmælenda. Þrír fluttu ræður við mótmælin en nokkurs konar útihátíðarbragur myndaðist í góða veðrinu þar sem fólk fékk sér kaffi inni í tjaldi og hlýddi jafnvel á tónlistarflutning við upphaf og lok mótmælanna. „Við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla“ Rapphljómsveitin XXX Rottweilerhundar voru mættir til að loka mótmælafundinum en meðlimir hennar hafa í gegn um tíðina verið ansi pólitískir í list sinni. „Þetta er ekki þeirra eign. Það er verið að ræna þjóðareign. Það er sama hvort þetta sé kvótinn eða bankarnir, þetta „concept“ að þjóðnýta tapið og einkavæða gróðann. Það er komið svo fokking nóg af því,“ sagði Erpur Eyvindarson, einn meðlima XXX Rottweilerhunda. „Mér finnst Bjarni Ben vera sætur og nettur og sjarmerandi en við erum ekki að kjósa herra Árbæjarskóla,“ bætti Ágúst Bent, annar meðlimur hljómsveitarinnar við.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Austurvelli Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælin hófust klukkan 14.00 en um tvö þúsund manns höfðu boðað komu sína á Facebook. 23. apríl 2022 12:39