Fregnir af hruni Netflix stórlega ýktar: „Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. apríl 2022 22:01 Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaleikstjóri og ritstjóri Klapptré, segir það líklega næsta skref að fá myndirnar sendar beint í hausinn. Vísir/Egill Kvikmyndaleikstjóri telur ólíklegt að streymisveitur fari sömu leið og vídeóleigur eftir fregnir af uppgjöri Netflix í vikunni. Hann segir hlutabréfaeigendur dramadrottningar en staðreyndin sé sú að samkeppnin verði sífellt harðari. Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að áskrifendum Netflix hefði fækkað um 200 þúsund á fyrsta ársfjórðungi, þvert á væntingar hlutabréfaeigenda sem bjuggust við að þeim myndi fjölga um 2,5 milljónir. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem að notendum Netflix fækkar og er talið að þeim muni fækka um tvær milljónir til viðbótar á þessum ársfjórðungi. Hlutabréfaverð hrundi í kjölfarið og virtist framtíð veitunnar vera í hálfgerðu uppnámi. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaleikstjóri og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, telur þó að fregnir af hruni Netflix séu stórlega ýktar. „Ég held að það sé ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur út af fyrir sig. Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar, það er vitað, þannig þeir bregðast svona við í hita leiksins en svo jafnar þetta sig,“ segir Ásgrímur. Hann bendir á að síðasta áratug hafi Netflix átt sviðið en frá þeim tíma hafa aðrar streymisveitur komið inn á markaðinn koll af kolli. „Það sem er að gerast er að samkeppnin er að verða miklu miklu harðari og það var alveg viðbúið að það myndi eitthvað undan láta og það er hugsanlegt að þetta sé hluti af þeirri þróun,“ segir Ásgrímur. Netflix trónir enn á toppnum og því ólíklegt að um sé að ræða upphafið að endinum, þó markaðurinn sé vissulega í sífelldri þróun. „Hins vegar hvort þetta kerfi verði alveg svona, það er að segja Netflix sé þessi stóri aðili og svo nokkrir stórir aðilar að koma upp að þeim eins og Disney og fleiri, þetta á sjálfsagt eftir að taka nokkrum breytingum og verða öðruvísi og lenda öðruvísi. Þá erum við að tala um á næstu árum og jafnvel áratug,“ segir Ásgrímur. Aðalvídeóleigan á Klapparstíg stendur enn og er ein eftir hér á landi. Vísir/Egill Með komu streymisveitnanna þá hurfu vídeóleigurnar margar hverjar af markaði og hafa einhverjir slegið því upp að Netflix gæti verið að stefna í sömu átt. Ásgrímur segir erfitt að vera spámaður í þeim efnum. „Þetta er í rauninni bara beint áframhald, þetta er bara önnur tæknileg útfærsla, þetta er bara vídeóleigan komin heim til þín, þú þarft ekki að fara út og ná í spóluna og skila henni aftur,“ segir hann um Netflix og aðrar streymisveitur. „Það er erfitt að ímynda sér að það sé hægt að breyta því eitthvað, nema er hægt að senda þetta beint í hausinn á þér? Það er eiginlega næsta skref,“ segir hann enn fremur. Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35 Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. 25. febrúar 2022 11:11 Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. 15. október 2021 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það vakti athygli fyrr í vikunni þegar greint var frá því að áskrifendum Netflix hefði fækkað um 200 þúsund á fyrsta ársfjórðungi, þvert á væntingar hlutabréfaeigenda sem bjuggust við að þeim myndi fjölga um 2,5 milljónir. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem að notendum Netflix fækkar og er talið að þeim muni fækka um tvær milljónir til viðbótar á þessum ársfjórðungi. Hlutabréfaverð hrundi í kjölfarið og virtist framtíð veitunnar vera í hálfgerðu uppnámi. Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndaleikstjóri og ritstjóri kvikmyndavefsins Klapptré, telur þó að fregnir af hruni Netflix séu stórlega ýktar. „Ég held að það sé ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur út af fyrir sig. Hlutabréfaeigendur eru dramadrottningar, það er vitað, þannig þeir bregðast svona við í hita leiksins en svo jafnar þetta sig,“ segir Ásgrímur. Hann bendir á að síðasta áratug hafi Netflix átt sviðið en frá þeim tíma hafa aðrar streymisveitur komið inn á markaðinn koll af kolli. „Það sem er að gerast er að samkeppnin er að verða miklu miklu harðari og það var alveg viðbúið að það myndi eitthvað undan láta og það er hugsanlegt að þetta sé hluti af þeirri þróun,“ segir Ásgrímur. Netflix trónir enn á toppnum og því ólíklegt að um sé að ræða upphafið að endinum, þó markaðurinn sé vissulega í sífelldri þróun. „Hins vegar hvort þetta kerfi verði alveg svona, það er að segja Netflix sé þessi stóri aðili og svo nokkrir stórir aðilar að koma upp að þeim eins og Disney og fleiri, þetta á sjálfsagt eftir að taka nokkrum breytingum og verða öðruvísi og lenda öðruvísi. Þá erum við að tala um á næstu árum og jafnvel áratug,“ segir Ásgrímur. Aðalvídeóleigan á Klapparstíg stendur enn og er ein eftir hér á landi. Vísir/Egill Með komu streymisveitnanna þá hurfu vídeóleigurnar margar hverjar af markaði og hafa einhverjir slegið því upp að Netflix gæti verið að stefna í sömu átt. Ásgrímur segir erfitt að vera spámaður í þeim efnum. „Þetta er í rauninni bara beint áframhald, þetta er bara önnur tæknileg útfærsla, þetta er bara vídeóleigan komin heim til þín, þú þarft ekki að fara út og ná í spóluna og skila henni aftur,“ segir hann um Netflix og aðrar streymisveitur. „Það er erfitt að ímynda sér að það sé hægt að breyta því eitthvað, nema er hægt að senda þetta beint í hausinn á þér? Það er eiginlega næsta skref,“ segir hann enn fremur.
Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35 Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. 25. febrúar 2022 11:11 Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. 15. október 2021 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ sameinast Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina. 15. mars 2022 12:35
Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni 43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+. 25. febrúar 2022 11:11
Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. 15. október 2021 12:30