Fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem talaði um fáránleikann í stöðu Origi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2022 08:31 Jürgen Klopp faðmar Divock Origi í leikslok eftir sigur Liverpool á Everton í gær. Getty/Clive Brunskill Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er löngu búinn að læra það að spila Divock Origi í derby leikjunum á móti Everton. Origi launaði honum líka traustið á Anfield í gær. Klopp hefur oft ekki pláss fyrir Origi í byrjunarliði sínu og stundum ekki einu sinni í hópnum. „Fáránlegt,“ eins og Klopp sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn. Divock Origi hefur nú skorað sex mörk í níu leikjum á móti Everton sem eru tvöfalt fleiri mörk en á móti öðru liði í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Origi fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem vildi helst ekki sleppa Belganum. Hann talaði líka vel um hann eftir leikinn. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá er hann heimsklassa framherji. Hann er það og hann er ekki að spila reglulega. Hann kemst stundum ekki einu sinni á bekkinn sem er algjörlega fáránlegt,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. 6 - Divock Origi has scored six goals against Everton in all competitions for Liverpool, which is twice as many goals as he's scored against any other side for the Reds. Inevitable. pic.twitter.com/swyFf6ckOO— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2022 „Þegar við köllum á hann hann, ég meina, þegar við þurfum á honum að halda, þá er hann alltaf mættur. Hann er goðsögn og mun áfram verða goðsögn í mínum augum að eilífu,“ sagði Klopp. „Hvað hann gerði í dag. Hann átti þátt í báðum mörkunum. Miðað við allt sem við gerðum betur í seinni hálfleiknum þá höfðum við líklega ekki klárað þennan leik án Origi,“ sagði Klopp. „Hann er frábær fótboltamaður, heimsklassa framherji og okkar besti færaklárari. Allir hjá félaginu myndu segja það. Við sjáum það á æfingum. Það er virkilega erfið ákvörðun að velja hann ekki í liðið. Allir elska Divock hér,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Klopp hefur oft ekki pláss fyrir Origi í byrjunarliði sínu og stundum ekki einu sinni í hópnum. „Fáránlegt,“ eins og Klopp sagði sjálfur í viðtali eftir leikinn. Divock Origi hefur nú skorað sex mörk í níu leikjum á móti Everton sem eru tvöfalt fleiri mörk en á móti öðru liði í enska boltanum. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Origi fékk risastórt faðmlag frá Klopp eftir leik sem vildi helst ekki sleppa Belganum. Hann talaði líka vel um hann eftir leikinn. „Ef ég er alveg hreinskilinn þá er hann heimsklassa framherji. Hann er það og hann er ekki að spila reglulega. Hann kemst stundum ekki einu sinni á bekkinn sem er algjörlega fáránlegt,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. 6 - Divock Origi has scored six goals against Everton in all competitions for Liverpool, which is twice as many goals as he's scored against any other side for the Reds. Inevitable. pic.twitter.com/swyFf6ckOO— OptaJoe (@OptaJoe) April 24, 2022 „Þegar við köllum á hann hann, ég meina, þegar við þurfum á honum að halda, þá er hann alltaf mættur. Hann er goðsögn og mun áfram verða goðsögn í mínum augum að eilífu,“ sagði Klopp. „Hvað hann gerði í dag. Hann átti þátt í báðum mörkunum. Miðað við allt sem við gerðum betur í seinni hálfleiknum þá höfðum við líklega ekki klárað þennan leik án Origi,“ sagði Klopp. „Hann er frábær fótboltamaður, heimsklassa framherji og okkar besti færaklárari. Allir hjá félaginu myndu segja það. Við sjáum það á æfingum. Það er virkilega erfið ákvörðun að velja hann ekki í liðið. Allir elska Divock hér,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira