Kjörsókn ekki minni síðan 1969 Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2022 08:04 Emmanuel Macron er fyrsti forseti Frakklands til að ná endurkjöri í heil tuttugu ár. AP Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því í sigurræðu sinni við Eiffelturninn í París í gærkvöldi að sameina Frakkland að nýju og sýna fram á að hann sé forseti allra Frakka. Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Macron vann sannfærandi sigur í seinni umferð forsetakosninganna í gær og fékk tæp 59 prósent atkvæða á meðan mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 42 prósent. Árangur Le Pen, sem telst lengst til hægri á pólitíska litrófinu í Frakklandi, er þó betri en nokkru sinni áður fyrir slíkt framboð. Með sigri sínum í gær varð Macron fyrsti sitjandi forsetinn til að ná endurkjöri í um tuttugu ár. Macron segir að nú verði að finna leiðir til að sætta þá Frakka sem fundu sig knúna til að kjósa hægriöfgamann til valda. Það verði hans helsta verkefni næstu árin. Hægri öfgamaðurinn Eric Zemmour, sem hlaut sjö prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna, sagði í gærkvöldi að Le Pen hafi mistekist ætlunarverkið, alveg eins og föður hennar á undan henni. „Þetta er í áttunda sinn sem nafnið Le Pen hefur orðið fyrir tapi,“ sagði Zemmour. Marine Le Pen tók við formennsku í Þjóðfylkingunni árið 2011. 72 prósent Alls greiddu þrettán milljónir franskra kjósenda atkvæði með Le Pen sem hét því meðal annars að lækka skatta, banna höfuðslæður múslima á opinberum stöðum og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hertar reglur fyrir innflytjendur. Kjörsókn í gær var tæp 72 prósent og hefur ekki verið minni í síðari umferð franskra forsetakosninga síðan 1969 þegar Georges Pompidou hafði betur gegn Alain Poher. Rúmlega þrjár milljónir kjósenda skiluðu auðu eða ógiltu kjörseðilinn í gær. Congratulations @EmmanuelMacron on your re-election. I look forward to our continued, fruitful co-operation on issues such as the climate crisis and gender equality. And to further strengthen the bond between Iceland and France.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) April 24, 2022 Anda léttar Í frétt BBC segir að margir Frakkar hafi verið í fríi í gær, en að þessi lága kjörsókn hafi einnig skýrst af því að margir voru á því að hvorugur frambjóðandinn hafi höfðað til sín. Fjölmargir leiðtogar Evrópuríkja hafa óskað Macron til hamingju með sigurinn. Óttuðust margir hvað myndi gerast innan Evrópusambandsins, færi Le Pen með sigur af hólmi. Olaf Scholz Þýskalandskanslari var fyrstur til að óska Macron til hamingju með sigurinn og benti á hið sameinlega verkefni sem framundan væri, að bregðast áfram við innrás Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist einnig hlakka til áframhaldandi náins samstarfs Frakklands og Bandaríkjanna.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13 Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Le Pen viðurkennir ósigur Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. Nýjustu spár segja að Emmanuel Macron, sitjandi forseti og andstæðingur Le Pen í kosningunum, hafi hlotið 58,5% atkvæða. 24. apríl 2022 20:13
Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 24. apríl 2022 18:13