„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 21:01 Ekkert lát virðist vera á árásum Rússa í austurhluta Úkraínu, þar á meðal í Kharkív þar sem úkraínskur hermaður sést hér ganga við eyðilagða byggingu. AP/Felipe Dana Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í austurhluta Úkraínu yfir páskahelgina auk þess sem tilkynnt var um árásir í suður og vesturhluta landsins. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir úkraínska hermenn halda áfram að verjast árásum Rússa víða. „Á Kharkiv-svæðinu, í átt að Izyum í Donbas, sérstaklega nærri Popasna, í Mariupol, þar sem mótspyrna varnarliðsins heldur áfram, í suðurhlutanum þar sem hernámsliðið reynir að sækja fram,“ sagði Selenskí í ávarpi í dag um stöðu mála. Tekist á um árangur Rússa Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnamálaráðherra, funduðu með Selenskí í gær og í dag lofuðu þeir aukinni aðstoð til Úkraínu, meðal annars í formi vopna. „Við teljum að þeir geti unnið ef þeir hafa rétta búnaðinn, réttan stuðning og við munum halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur, til að tryggja að þeir fái hann,“ sagði Austin á blaðamannafundi í dag. Þá var Blinken sammála um að Úkraína gæti unnið stríðið. „Þegar kemur að markmiðum Rússa í stríðinu þá er þeim að mistakast. Úkraína nær góðum árangri,“ sagði Blinken á fundinum. Dmitry Polyanskiy, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, var þó ekki sammála þessum ummælum Blinkens. „Okkur hefur ekki mistekist. Við höldum hernaðaraðgerðum okkar áfram. Þetta er ekki stríð. Þetta er hernaðaraðgerð. Hún hefur sína eigin hernaðaráætlun, sín eigin markmið. Þetta átti aldrei að vera leifturstríð,“ sagði Polyanskiy á blaðamannafundi í New York í dag. Utanríkisráðherra Úkraínu sagði í viðtali við AP fréttaveituna í dag að fundurinn milli forsetans og ráðherranna hafi verið mikilvægur en að meira þurfi til. VIDEO: Ukrainian President Volodymyr Zelensky meets with US Secretary of State Antony Blinken and Defense Secretary Lloyd Austin in Kyiv. It is the first time that such high-level US officials have travelled to Ukraine since the Russian invasion began in late February pic.twitter.com/0eSAZBTn92— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg,“ sagði Kuleba og bætti við að vestræn ríki þyrftu að vera tilbúin til að veita Úkraínumönnum aðstoðar án tafar, vilji þau í raun stöðva stríðið og koma í veg fyrir að Rússar ráðist inn í önnur lönd. Forsetarnir funda með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Fleiri fundir áttu sér stað í dag en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi til að mynda við Recep Erdogan, forseta Tyrklands um mikilvægi þess að koma á fót öruggum flóttaleiðum frá borgum á borð við Mariupol. Guterres mun síðan funda með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á morgun og Selenskí á fimmtudag. Pútín sakaði Vesturlönd í dag um að freista þess að eyðileggja Rússland innan frá og sakaði bandarísku leyniþjónustuna CIA um að stjórna aðgerðum sem miðuðu að því að grafa undan Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. 25. apríl 2022 13:01 Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn „Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands. 24. apríl 2022 14:15 Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu. 24. apríl 2022 12:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Árásir Rússa héldu áfram í austurhluta Úkraínu yfir páskahelgina auk þess sem tilkynnt var um árásir í suður og vesturhluta landsins. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir úkraínska hermenn halda áfram að verjast árásum Rússa víða. „Á Kharkiv-svæðinu, í átt að Izyum í Donbas, sérstaklega nærri Popasna, í Mariupol, þar sem mótspyrna varnarliðsins heldur áfram, í suðurhlutanum þar sem hernámsliðið reynir að sækja fram,“ sagði Selenskí í ávarpi í dag um stöðu mála. Tekist á um árangur Rússa Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Lloyd Austin, varnamálaráðherra, funduðu með Selenskí í gær og í dag lofuðu þeir aukinni aðstoð til Úkraínu, meðal annars í formi vopna. „Við teljum að þeir geti unnið ef þeir hafa rétta búnaðinn, réttan stuðning og við munum halda áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur, til að tryggja að þeir fái hann,“ sagði Austin á blaðamannafundi í dag. Þá var Blinken sammála um að Úkraína gæti unnið stríðið. „Þegar kemur að markmiðum Rússa í stríðinu þá er þeim að mistakast. Úkraína nær góðum árangri,“ sagði Blinken á fundinum. Dmitry Polyanskiy, aðstoðarsendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, var þó ekki sammála þessum ummælum Blinkens. „Okkur hefur ekki mistekist. Við höldum hernaðaraðgerðum okkar áfram. Þetta er ekki stríð. Þetta er hernaðaraðgerð. Hún hefur sína eigin hernaðaráætlun, sín eigin markmið. Þetta átti aldrei að vera leifturstríð,“ sagði Polyanskiy á blaðamannafundi í New York í dag. Utanríkisráðherra Úkraínu sagði í viðtali við AP fréttaveituna í dag að fundurinn milli forsetans og ráðherranna hafi verið mikilvægur en að meira þurfi til. VIDEO: Ukrainian President Volodymyr Zelensky meets with US Secretary of State Antony Blinken and Defense Secretary Lloyd Austin in Kyiv. It is the first time that such high-level US officials have travelled to Ukraine since the Russian invasion began in late February pic.twitter.com/0eSAZBTn92— AFP News Agency (@AFP) April 25, 2022 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg,“ sagði Kuleba og bætti við að vestræn ríki þyrftu að vera tilbúin til að veita Úkraínumönnum aðstoðar án tafar, vilji þau í raun stöðva stríðið og koma í veg fyrir að Rússar ráðist inn í önnur lönd. Forsetarnir funda með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Fleiri fundir áttu sér stað í dag en Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi til að mynda við Recep Erdogan, forseta Tyrklands um mikilvægi þess að koma á fót öruggum flóttaleiðum frá borgum á borð við Mariupol. Guterres mun síðan funda með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á morgun og Selenskí á fimmtudag. Pútín sakaði Vesturlönd í dag um að freista þess að eyðileggja Rússland innan frá og sakaði bandarísku leyniþjónustuna CIA um að stjórna aðgerðum sem miðuðu að því að grafa undan Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. 25. apríl 2022 13:01 Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn „Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands. 24. apríl 2022 14:15 Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu. 24. apríl 2022 12:29 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Enginn annar kostur en að slíta viðskiptum í ljósi aðgerða Rússa Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gagnrýnir að íslensk fyrirtæki stundi enn viðskipti við Rússland tveimur mánuðum eftir að innrásin í Úkraínu hófst. Hann segir að Ísland beri siðferðislega ábyrgð til að bregðast við hryllingnum í Úkraínu og að einangra þurfi Rússa eins mikið og hægt er. 25. apríl 2022 13:01
Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn „Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands. 24. apríl 2022 14:15
Rússar líti fram hjá nauðgunum á almennum borgurum Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu. 24. apríl 2022 12:29