„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bjarki Sigurðsson og Snorri Másson skrifa 25. apríl 2022 22:09 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55