Milos Milojevic: Væri auðveldara fyrir mig að vera þjálfari í Seríu A Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 10:31 Milos Milojevic tók við sem aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö fyrir þetta tímabil. Malmö FF Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkinga og Breiðabliks, er nú þjálfari Malmö FF í sænsku deildinni og hann er ósáttur með að fá ekki að vera með fleiri leikmenn á bekknum. Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos. Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Aftonbladet slær upp viðtali við Milojevic eftir leik á móti AIK þar sem hann þurfti að skilja stjörnuleikmanninn Sören Rieks eftir fyrir utan hóp. Milos stýrði síðan Malmö til 1-0 sigurs á IKF Gautaborg í gær. Liðið er í öðru sæti sænsku deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Hammarby sem er með fullt hús. Instagram/Sportbladet „Þetta væri auðveldara ef ég væri þjálfari í Seríu A eða í Serbíu. Þar getur þú verið með 23 leikmenn í leikmannahópnum í hverjum leik. Það er betra því þá getur þú haldið hópnum betur saman,“ sagði Milos Milojevic í viðtali við Aftonbladet. „Ég hafði verið þjálfari í sex mánuði í Serbíu þegar þeir breyttu reglunum. Um leið varð andrúmsloftið í liðinu miklu betra þrátt fyrir að við í þjálfaraliðinu gerðum ekkert. Þú þurftir ekki að skilja einhverja eftir heima eða í stúkunni. Allir fóru saman í leikinn,“ sagði Milos. „Ég vil sjá þessa breytingu í sænsku deildinni en það er sænska sambandið sem ákveður þetta. Mér finnst alla vega að þeir ættu að skoða þetta,“ sagði Milos. „Milos viðurkennir að þessi reglubreytingu myndi hjálpa Malmö sem hefur meiri breidd en flest lið í deildinni. „Ég veit hvernig þetta virkar og aðrir munu segja að þetta sé bara af því að Malmö er með of marga leikmenn og að þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Þetta er því viðkvæmt mál og litlu liðunum finnst alltaf að stóru liðin séu á móti þeim,“ sagði Milos. „Það eru kostir og gallar við allt en ég held að þetta sé gott fyrir öll lið. Í öllum félögum sem ég hef þjálfað þá hef ég alltaf haft meiri en átján leikmenn í hópnum. Þá geta menn líka gefið mönnum úr nítján ára liðunum tækifæri til að vera á bekknum,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn