„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Snorri Másson skrifar 26. apríl 2022 22:00 Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað. Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað.
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00