„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Snorri Másson skrifar 26. apríl 2022 22:00 Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað. Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Mótmælendur við Ráðherrabústaðinn í morgun kváðust staðráðnir að hætta ekki að mæta fyrir utan ríkisstjórnarfundi á þriðjudögum og föstudögum, á meðan mótmæli stigmagnast enn á Austurvelli á hverjum laugardegi, nokkuð sem Bjarni Benediktsson hefur sagt að trufli hann ekki. „Það er kannski helsta vandamálið að það trufli ekki Bjarna það sem verið er að segja á þingi og á Austurvelli núna. Það ætti að trufla hann. Það er vandamálið og þess vegna þarf hann að segja af sér,“ sagði Karl Héðinn Kristjánsson, fjölmiðlamaður, sem var á meðal mótmælenda. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var á hraðferð er hann gekk út af ríkisstjórnarfundi og kvaðst ekki mundu ræða þar við fjölmiðlamenn vegna hávaðans. Hávaðinn fólst í að mótmælendur kyrjuðu: „Bjarni burt.“ Katrín Jakobsdóttir sagði, þegar hún var spurð út í mjög laskað traust til hennar, Sigurðar Inga og Bjarna, að það væri mikilvægt að taka mark á gagnrýnisröddum. „Þess vegna eru þessi mál til rannsóknar, af því að við teljum mjög mikilvægt að hér sé allt uppi á borðum,“ sagði forsætisráðherra. Það er ekki sama, rannsókn Ríkisendurskoðunar og rannsókn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarandstaðan hefur krafist hins síðarnefnda. „Það sem við erum að fara fram á er nefnd sem getur rannsakað hluti sem Ríkisendurskoðun getur ekki samkvæmt lagalega skilgreindu hlutverki sínu,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um þessi mál á Alþingi í dag. Áfram heldur málið á morgun, þegar Bankasýsla ríkisins mætir á opinn fund fjárlaganefndar - nema ef vera skyldi að honum verði aftur frestað.
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27 Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
SKEL seldi í Íslandsbanka, keypti í VÍS og fer með yfir sjö prósenta hlut Fjárfestingafélagið SKEL, sem áður hét Skeljungur, keypti í morgun um 2,5 prósenta hlut í VÍS fyrir tæplega 800 milljónir króna. Fyrir átti SKEL um 4,8 prósenta eignarhlut í VÍS, sem er í formi framvirka samninga, og er því eftir kaupin í dag fjórði stærsti hluthafi tryggingafélagsins með rúmlega 7,3 prósenta hlut. 26. apríl 2022 15:27
Varð fyrir verulegum vonbrigðum þegar Bankasýslan hafnaði birtingu listans Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist ekki á þeim skónum að ætla að verða við kröfum mótmælenda um að hann segi af sér vegna sölu ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. 26. apríl 2022 12:00