Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 21:31 Brunavarnakerfi fór í gang á annarri hæð byggingarinnar í gær og flæddi vatn um alla hæðina. Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira