Fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar eftir mikið vatnstjón: „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 21:31 Brunavarnakerfi fór í gang á annarri hæð byggingarinnar í gær og flæddi vatn um alla hæðina. Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Vatn flæddi um alla aðra hæð byggingarinnar í gær þegar brunavarnakerfi fór í gang. Fjölmargir nemendur við skólann hjálpuðust að í dag við að tæma rýmið, koma drasli frá, flokka það sem eftir er og finna það sem þarf að þurrka. Ekki er búið að meta hversu mikið tjónið raunverulega er en rektor segir þau hafa sloppið ágætlega miðað við. Sem betur fer sluppu verk margra útskriftarnema sem voru á hæðinni en helst hafa þau áhyggjur af tölvunum sem voru undir vatninu. „Ef að tölvur nemenda hafa skemmst með þeirra hugverkum í, það er kannski sárast, en við munum gera allt sem við getum. Við erum þegar komin með tölvusérfræðinga í að skoða þær tölvur og við erum að gera allt sem við getum til að bæta þeim það og vinna það upp,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans. Kerfið fór óvart í gang þegar nemendur voru að reyna að tengja fjöltengi í rýminu en Fríða bendir á að það sé mikill skortur á innstungum í öllum sex byggingum Listaháskólans og segir það verulegt vandamál. „Sú staðreynd er svolítið lýsandi fyrir þann húsnæðisvanda sem við erum að glíma við alla daga, allan ársins hring, með öllu þessu frábæra fólki sem vinnur hérna, hvort sem það eru nemendur eða starfsfólk,“ segir Fríða. „Þetta lýsir því bara hvað aðstæður eru óviðunandi og hending að það séu ekki fleiri slys.“ Hafa beðið í rúma tvo áratugi Góðu fréttirnar eru þó þær að ríkisstjórnin samþykkti í gær, sama dag og flóðið varð, að fjármagna flutning háskólans yfir í framtíðarhúsnæði háskólans í Tollhúsið á Tryggvagötu. Fyrst var tilkynnt um að það stæði til að flytja háskólann í það húsnæði í ágúst í fyrra. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Þetta er eitthvað sem var lagt upp með strax í upphafi þegar skólinn var stofnaður fyrir 22 árum síðan og það er búið að vera að berjast fyrir þessu allar götur síðan. Þannig þetta hefur alveg gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur,“ segir Fríða. Þær byggingar sem nú hýsa háskólann eru ekki hannaðar fyrir háskólastarf, hvað þá á fræðisviði lista, og því sé þörf mikil. „Við erum hvergi að vinna í faglegu umhverfi sem hæfir þeirri menntun og þeirri vinnu sem við erum að vinna dags daglega,“ segir Fríða. Það fossaði úr þessum krana.Mynd/Hekla Dís Pálsdóttir Hún fagnar því innilega ákvörðun ríkisstjórnarinnar en bætir við að ekki sé um einfalda framkvæmd að ræða. Hún kann ráðherrum miklar þakkir fyrir að fylgja málinu eftir hratt og örugglega, þar á meðal forsætisráðherra, háskólaráðherra og fjármálaráðherra. Þá þakkar hún einnig borgaryfirvöldum, einna helst borgarstjóra Reykjavíkur sem hún segir hafa stutt við háskólann í hátt í áratug. Lyftistöng fyrir listina í landinu Ætla má að verkefnið muni taka nokkur ár og kosta hátt í tólf milljarða. Þrátt fyrir að um háa upphæð sé að ræða fer stór hluti þessa kostnaðar þegar að miklu leyti í að reka aðrar byggingar skólans. „Þannig það er ekki þannig að það sé tekið tvisvar upp úr vasa skattgreiðenda,“ segir Fríða. Hún segir ekki eftir neinu að bíða og er hugmyndavinna að breytingum á Tollhúsinu að hefjast. Fríða segir þau bjartsýn á stöðuna, þrátt fyrir að þau hafi búið við erfiðar aðstæður undanfarin ár. Þá sé um að ræða sóknarfæri fyrir listirnar og skapandi greinar í landinu en með flutningnum verður aðstæður fyrir allar listgreinar undir einu þaki, fyrir listnema, listamenn og almenning. Einnig er um að ræða tækifæri til að glæða borgina aftur lífi. „Ég held að þetta verði lyftistöng fyrir borgina, fyrir skapandi greinar og fyrir listina í landinu, menninguna, og það er ekki mikill fórnarkostnaður samfélagslega til þess að koma svona miklum ávinningi af stað,“ segir Fríða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Borgarstjórn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira