Zlatan heimsótti Mino Raiola á sjúkrahúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2022 08:00 Zlatan Ibrahimovic hefur verið með Mino Raiola sem umboðsmann í næstum því tvo áratugi. Getty/Giuseppe Maffia Umboðsmaðurinn frægi og umdeildi Mino Raiola var sagður látinn á mörgum fréttamiðlum í gær en lét svo sjálfur heiminn vita af því á Twitter að hann væri enn á lífi. Raiola er hins vegar alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Einn af frægustu skjólstæðingum hans, Zlatan Ibrahimovic, heimsótti hann á sjúkrahúsið í Mílanó í gær. Aftonbladet sagði frá. Instagram/@sportbladet Raiola hefur séð um mál Ibrahimovic í næstum því tuttugu ár en hann er einnig umboðsmaður frægra fótboltamanna eins og Paul Pogba, Erling Haaland, Gianluigi Donnarumma, Marco Verratti, Mario Balotelli og Matthijs de Ligt. Sænska ríkisútvarpið var í sambandi við Ítalíu vegna fréttanna af heilsuleysi Raiola í gær og fréttaritari þeirra, Jennifer Wegerup, sagði frá því að Zlatan hafi heimsótt Mino Raiola á sjúkrahúsið í gær. Zlatan Ibrahimovic kom á San Raffaele sjúkrahúsið í Mílanó í gær en hann var ekki sáttur við spurningu frá ítölskum blaðamanni. „Hann kom út af sjúkrahúsinu rétt áðan. Blaðamaður frá La Repubblica spurði hvort hann vildi segja eitthvað og þá svaraði Zlatan: Hvernig vogar þú þér að spyrja mig þessarar spurningar,“ sagði Jennifer Wegerup, fréttaritari SVT. Hún sagði einnig frá því að það væri fullt af fólki og fjölmiðlamönnum fyrir utan sjúkrahúsið. Þar eru einnig margir stuðningsmenn AC Milan. BREAKING: Football super-agent Mino Raiola, who looks after players such as Paul Pogba, Erling Haaland and Zlatan Ibrahimovic, is 'critically ill' in a Milan hospital. pic.twitter.com/K3h86JNv9o— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 28, 2022 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Raiola segist ekki vera látinn Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. 28. apríl 2022 11:57 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira
Raiola er hins vegar alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Einn af frægustu skjólstæðingum hans, Zlatan Ibrahimovic, heimsótti hann á sjúkrahúsið í Mílanó í gær. Aftonbladet sagði frá. Instagram/@sportbladet Raiola hefur séð um mál Ibrahimovic í næstum því tuttugu ár en hann er einnig umboðsmaður frægra fótboltamanna eins og Paul Pogba, Erling Haaland, Gianluigi Donnarumma, Marco Verratti, Mario Balotelli og Matthijs de Ligt. Sænska ríkisútvarpið var í sambandi við Ítalíu vegna fréttanna af heilsuleysi Raiola í gær og fréttaritari þeirra, Jennifer Wegerup, sagði frá því að Zlatan hafi heimsótt Mino Raiola á sjúkrahúsið í gær. Zlatan Ibrahimovic kom á San Raffaele sjúkrahúsið í Mílanó í gær en hann var ekki sáttur við spurningu frá ítölskum blaðamanni. „Hann kom út af sjúkrahúsinu rétt áðan. Blaðamaður frá La Repubblica spurði hvort hann vildi segja eitthvað og þá svaraði Zlatan: Hvernig vogar þú þér að spyrja mig þessarar spurningar,“ sagði Jennifer Wegerup, fréttaritari SVT. Hún sagði einnig frá því að það væri fullt af fólki og fjölmiðlamönnum fyrir utan sjúkrahúsið. Þar eru einnig margir stuðningsmenn AC Milan. BREAKING: Football super-agent Mino Raiola, who looks after players such as Paul Pogba, Erling Haaland and Zlatan Ibrahimovic, is 'critically ill' in a Milan hospital. pic.twitter.com/K3h86JNv9o— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 28, 2022
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Raiola segist ekki vera látinn Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. 28. apríl 2022 11:57 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira
Raiola segist ekki vera látinn Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim. 28. apríl 2022 11:57