Drögum úr ójöfnuði í heilsufari og lífslíkum Björg Sveinsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Síðasta haust sótti undirrituð málþing BSRB og ASÍ um heilbriðgðismál, þar flutti meðal annarra Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ, erindið: Bilið sem þarf að brúa,ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum. Í erindi hennar kom fram að mælanlegur ójöfnuður er á heilsufari og lífslíkum eftir menntun, kyni og fjárhagslegri stöðu. Þar komu fram tölur um hlutfall fólks á vinnumarkaði sem neitaði sér um heilbrigðisþjónustu (Dæmi: Launfólk sem neitaði sér um tannlæknaþjónustu 29,1% og atvinnulausir 46,9% á 6 mánaða tímabili). Því er spáð að hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda aukist úr 13% í 16% á næstu 10 árum en hjúkrunarrýmum hefur fækkað um helming frá árinu 2007. Á sama tíma fjölgar á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og biðtími lengist - 1. Janúar 2021 voru 453 manns á biðlista, samkvæmt landlæknisembættinu. Hvað á að koma í staðinn fyrir hjúkrunarrými? Jú, efld heimaþjónusta og dagþjónusta en beinlínis er gert ráð fyrir að ættingjar komi meira að umönnun sem er þegar töluverð. Sérstaka athygli mína vakti umfjöllun Söru um hlutfall einstaklinga á aldrinum 18-64 ára sem segjast annast fatlaðan eða aldraðan ættingja eftir Evrópulöndum. Í Danmörku var það 0,7% þar sem ástandið er best í Evrópu, en á Íslandi, þar sem ástandið er verst, eru það 8,9%. Á Íslandi er mjög há atvinnuþátttaka kvenna en umönnunarbyrði vegna ættingja á Íslandi árið 2018 skiptist ekki jafnt. Ljóst er að þetta hlutverk lendir meira á konum, fyrir aldursbilið 55-64 ára um 26% kvenna á móti um 20% karla. Það hefur verið sett í samhengi við aukna örorku kvenna á þessu aldursbili og vísbendingar um aukið brottfall af vinnumarkaði. Ekki eiga allir ættingja sem geta tekið að sér umönnun. Það þarf að auka jöfnuð og aðgengi að læknisþjónustu. VG vill að eldra fólk geti búið lengur heima með því að raunverulega efla félagslega heimaþjónustu fyrir aldraða og samþætta heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fjölga búsetu- og þjónustuleiðum. VG vill horfa heildstætt á alla félags- og velferðarþjónustu og tryggja samþættingu þjónustu ólíkra kerfa. VG vill auka samráð við fólk sem nýtir velferðarþjónustu. Margoft hefur verið vísað í doktorsritgerð Janusar Guðlaugssonar þar sem kannað var hver áhrif líkamsræktar eru á farsæla öldrun. Sú rannsókn leiddi í ljós að verulegur ávinningur er af fjölþættri heilsurækt og reglubundnu heilsueftirliti eldra fólks. VG vill stóraukna heilsueflingu eldra fólks og sporna gegn einmanaleika. Höfundur skipar 20. sæti á lista VG í Hafnarfirði.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar