Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2022 09:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa klúðrar sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka nokkuð hressilega. Það séu vonbrigði fyrir þau sem vilja að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum. Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir sífellt blasa skýrar við að Sjálfstæðisflokknum sé ekki með nokkru móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. „Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst,“ segir hún í aðsendri grein hér á Vísi. Hún segir hið augljósa í málinu liggja fyrir, ef lesið er á milli línanna, þrátt fyrir mótsagnakennd viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga,“ segir formaður Viðreisnar. Lýðræðið sé í húfi Þorgerður Katrín segir þjóðina nú kalla eftir pólitískri ábyrgð og stefnufestu og að stjórnvöld verði einfaldlega að verða við því ákalli. „Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir,“ segir hún. Þá segir hún að Viðreisn hafi saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem valdi almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Enga stefnu um slíkt sé að finna hjá ríkisstjórninni, þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Ríkisstjórnin tali út og suður í málinu Þorgerður Katrín bendir á að ráðherrar séu ekki samstíga í svörum þegar kemur að sölunni á Íslandsbanka. Sigurður Ingi innviðaráðherra viðurkenni nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Fjallað var um það ósamræmi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær: Þá bendir Þorgerður Katrín á ummæli Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um áhyggjur ráðherra af sölunni. Bjarni Benediktsson hefur tekið fyrir þær fullyrðingar. „Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð,“ segir Þorgerður Katrín. Það sé þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni, og traust til hennar sé því horfið. Nú þurfi að rannsaka málið allt ítarlega þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti þjóðarinnar kalli eftir því. „Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað,“ segir Þorgerður Katrín að lokum.
Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira