„Í minningunni söng ég í fimm mínútur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 13:36 Garðar segir á Twitter að söngkonan Skin hafi verið uppáhaldssöngkonan hans í tuttugu ár. Vísir/Getty Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, tók lagið með söngkonunni Skin á tónleikum Skunk Anansie í Laugardalshöll í gærkvöldi. Söngkonan birti myndband frá tónleikunum á Instagram síðu sinni. Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Hljómsveitin Skunk Anansie naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hún var meðal annars kosin besta nýja hljómsveitin árið 1995 af tímaritinu Kerrang! og var tilnefnd sem bæði besta hljómsveitin og besta hljómsveit á tónleikum á evrópsku MTV verðlaununum árið 1997. Skunk Ananasie hefur átt lag eða plötu í samtals 142 vikur á breskum vinsældalistum og smellir á borð við Hendonism, Weak og Twisted gerðu það að verkum að hljómsveitin breska var ein af þeim vinsælustu á árunum fyrir aldamót. Það var því töluverð eftirvænting á meðal aðdáenda sveitarinnar fyrir tónleikum gærkvöldsins en hún hefur ekki komið fram hér á landi síðan 1997. View this post on Instagram A post shared by s _s s OBE (@skin_skunkanansie) Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður, var einn af þeim sem sótti tónleikana og var heldur betur ánægður með það sem hann sá og heyrði. „Þeir voru geggjaðir,“ sagði Garðar um tónleikana þegar Vísir heyrði í honum hljóðið. Auðheyrt var að fjörið hafði verið mikið. „Þeir voru algjörlega sturlaðir, hún var með „crowd control“ upp á tíu og fyrir listamann á þessum aldri að vera svona góð er magnað. Hún er náttúrulega orðin 54 ára. Dikta voru „unreal“ í upphitun þannig að maður fékk eiginlega tvo tónleika á verði einna,“ sagði Garðar og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi á sínum tíma. Söng (argaði) i hljóðnemann með Skin áðan ef að einhver á mynd af því þá væri má pósta henni hérna.. uppáhalds söngkonan mín í 20 ár! pic.twitter.com/Ftdkw9tclQ— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 29, 2022 „Maður keypti plötur á þessum tíma og og ég átti allar plöturnar með Skunk Anansie. Þetta var mjög vinsælt þegar ég var í unglingadeildinni og það fór hópur af Skaganum saman á tónleikana 1997,“ en Garðar er fæddur og uppalinn á Akranesi. Garðar var á leið út úr Laugardalshöllinni í gær þegar hljómsveitin ákvað að taka eitt aukalag. „Ég og Arnar Már félagi minn vorum á leið út og þegar Skin tók eitt lokalag sagði ég við hann að ég ætlaði í hópinn sem var að myndast. Hún myndaði nokkurs konar bil í hópnum, bað fólk um að missa sig ekki og labbaði svo út á gólf og fór að syngja.“ Mynd sem Garðar birti á Twitter síðu sinni.Twitter Garðar fékk síðan tækifærið til að syngja með átrúnaðargoðinu. „Á leiðinni til baka náum við einhver veginn augnsambandi og hún kemur upp að mér og þetta bara gerðist bara svona í augnablikinu.“ „Í minningunni söng ég í fimm mínútur en svo þegar ég sá myndbandið sá ég að þetta var ein setning. Ég veit ekki hvort þetta heyrðist en þetta var geggjað.“ Að loknum tónleikunum birti Skin sjálf myndband þar sem Garðar sést syngja ásamt henni í hljóðnemann.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilar ánægðara starfsfólki Menning Hundar í sokkabuxum Harmageddon Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Spáir Jóhanni Óskarsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“