„Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2022 17:10 Á Austurvelli í dag. Vísir Fjölmenni var á mótmælum á Austurvelli í dag þar sem mótmælt var vegna sölunnar á Íslandsbanka. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hélt ræðu og sagði að Bjarni Benediktsson myndi halda áfram að selja eigur landsmanna og landið sjálft. Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta eru fjórðu fjöldamótmælin sem fram fara vegna ferlisins í kringum sölu Íslandsbanka. Listamenn á borð við Bigga Veiru, Reykjavíkurdætur, Rebecca Scott Lord og Brynju Hjálmsdóttir voru með atriði og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Atli Þór Fanndal fluttu ræðu. „Við höfum greinilega valið vanhæft og frekar hættulegt fólk til starfa og við verðum bara sem þjóð að axla þá ábyrgð þvert á flokka. Það fylgir enginn afsláttur að hafa kosið einhverja aðra flokka en nú eru í brúnni, fólk er óánægt og afskaplega svekkt með þessa bankasölu og þetta er áfram á ábyrgð okkar allra,“ sagði Steinunn Ólína í samtali við fréttastofu fyrir mótmælin í dag. Í ræðu hennar í dag sagðist hún ætla að nota tungutak Bjarna sjálfs og segja að það væri heimskulegt að leyfa honum að sitja áfram. „Því hann mun bara halda áfram að selja undan okkur eigur okkar og landið sjálft, svo lengi sem hann er í aðstöðu til þess. Hann kann bara ekkert annað.“ Hún sagði ríkisstjórnina njóta ríkisstjórnina njóta lítillar tiltrúar meðal almennings. „Enn eina ferðina hefur Bjarni Benediktsson tekið snúning á eigum almennings. Gert ríkustu hagsmunaaðilum landsins persónulegan greiða í þeim tilgangi einum að tryggja stöðu sína sem fjárreiðubóndi Íslendinga. Þrátt fyrir vinsældahrap treystir hann engum betur en sjálfum sér.“ Biðlar til Sjálfstæðisfólks og skýtur fast á Katrínu Hún segir ráðherra sem talar til fólksins í landinu af svo djúpri fyrirlitningu eigi ekkert inni hjá þjóðinni. „Ég biðla til Sjálfstæðisfólks á Íslandi að láta til sín taka. Bjarna er ekki treystandi. Bjarni stendur í vegi fyrir eðlilegu viðskiptalífi og jöfnum tækifærum öllum til handa. Innan ykkar raða er fólk sem trúir á sjálfstæði einstaklingsins til athafna. Takið til í eigin ranni, losið ykkur við Bjarna og færið okkur sjálfstæðið sem þið boðið.“ Steinunn Ólína á Austurvelli í dag.Skjáskot Þá skaut hún einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og sagði vandann ekki síður liggja í liðveislu hennar sem hafi tekið sér stöðu sem hin meðvirka miðaldra móðir sem reynir að verja óknyttastráka. „Katrín hefur bara enga stjórn á Bjarna. Katrín sér ekkert að háttalagi Bjarna, Katrín styður Bjarna. Katrín er að deyja úr meðvirkni með Bjarna. Katrín skilur ekki að hún getur ekki læknað Bjarna. Katrín missir ráð og rænu í höndum Bjarna. Hvílík hræðileg örlagasaga er Katrín í höndum Bjarna.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira