700 milljónir í hús og einn íbúi Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 30. apríl 2022 19:02 Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ekki eru allar ferðir til fjár og það á við um tilraun meirihlutans í Reykjavík til að skapa heimilislausum húsnæði. Eins þarft verk og það er, blasir við að nauðsynlegt er að vanda til verka og fara vel með takmörkuð fjárráð. Segja má að allt þetta hafi farið úrskeiðis þegar meirihlutinn ákvað að reyna að leysa vanda heimilislausra með því að setja upp smáhýsi víðsvegar í borginni. Nú er svo komið að ríflega 700 milljónir króna hafa verið settar í verkið og aðeins einn íbúi nýtir sér húsnæðið. Hvernig má það vera? Jú, aðferðarfræðin er röng. Það er fráleit nálgun að ætla að setja slík hús niður á fáförnum stöðum eftirlitslaust. Í Gufunesi eru fimm hús, þar býr einn maður, búið er að eyðileggja innbú annarra húsa og kveikja í einu þeirra. Í Skútuvogi eru þrjú hús sem hefur tekið óratíma að setja upp, þrátt fyrir að þau hafi komið tilbúin að utan. Þar býr enginn. Flest smáhýsanna strönduðu á geymslusvæði borgarinnar í Skerjafirði þar sem þau stóðu í löngum röðum eftir að hafa verið flutt inn til landsins. Já, það var ekki einu sinni hægt að styðja við íslenskan iðnað. Verst er að á sama tíma hefur meirihlutinn tregðast við að styðja við þau samtök sem í nafni mannúðar eru að reyna að aðstoða þennan hóp. Dæmi um slíkt er Skjólið-dagsetur fyrir konur sem hafa t.d ekki fastan samastað yfir daginn. Hjálparstarf kirkjunnar rekur þetta úrræði og er það staðsett í Grensáskirkju. Borgarstjóri hundsaði allar óskir um styrki til þeirra þar til ekki var lengur hægt að verja slíka ákvörðun. Sama afstaða var til Hjálpræðishersins sem alltaf hefur reynt að aðstoða heimilislausa. Nálgast þarf heimilislausa eins og aðra, þar sem hver og einn einstaklingur fær viðeigandi þjónustu og stuðning með mannúð að leiðarljósi. Allir vilja eiga aðgang að húsaskjóli og fá að vera í friði. Þessum 700 milljónunum hefði verið betur varið í að setja upp úrræði sem henta þessum einstaklingum og þá í samráði við aðila sem þekkja þarfir þeirra og vilja. Þessu vil ég breyta fái ég til þess umboð ykkar í vor. Setjum X við M þann 14. maí næstkomandi. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun