Naomi Judd látin Eiður Þór Árnason skrifar 30. apríl 2022 21:41 Naomi Judd átti litríkan feril að baki. Ap/Invision/Chris Pizzello Bandaríska söngkonan Naomi Judd er látin, 76 ára að aldri. Hún fæddist í Kentucky og gerði garðinn frægan í kántrítvíeykinu The Judds ásamt dóttur sinni Wynonna Judd. Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa. Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Mæðgurnar skrifuðu undir útgáfusamning við plötufyrirtækið RCA Nashville árið 1983 og gáfu út sex breiðskífur fram til ársins 1991. Þær voru einir farsælustu listamenn í sögu kántrítónlistarinnar og unnu fimm Grammy-verðlaun og níu verðlaun frá Country Music Association, samtökum bandarískrar kántrítónlistar. Dæturnar Wynonna og Ashley Judd tilkynntu um fráfall Naomi í dag. „Í dag upplifðum við systurnar harmleik. Við misstum fallegu móður okkar úr geðsjúkdómi,“ segja þær í yfirlýsingu sem þær sendu AP-fréttaveitunni. Hún hafi bæði verið elskuð og dáð af almenningi og fjölskyldunni. Ætlaði í tónleikaferðalag í haust Naomi Judd lést nærri Nashville í Tennessee. Til stóð að vígja The Judds inn í frægðarhöll kántrítónlistarinnar á morgun og hafði tvíeykið boðað tónleikaferðalag í haust, þeirra fyrsta í meira en áratug. Þá sneru þær aftur á verðlaunahátíðasviðið fyrr í þessum mánuði þegar mæðgurnar fluttu atriði á CMT tónlistarverðlaununum. The Judds eiga að baki fjórtán lög sem náðu efst á vinsældalista á viðburðaríkum ferli sínum sem spannaði nærri þrjá áratugi. Eftir að þau komust á toppinn í heimi kántrítónlistarinnar drógu þær sig í hlé árið 1991 eftir að Naomi Judd greindist með lifrabólgu. Wynonna hélt þó áfram sólóferli sínum. Meðal þekktustu slagara The Judds eru lögin Love Can Build a Bridge, Mama He’s Crazy, Why Not Me og Grandpa.
Andlát Tónlist Bandaríkin Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið