Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar komust björgunarsveitarmenn að honum um klukkan 21:25. Fylgja þeir honum niður að sexhjólum og koma svo til byggða. Björgunarsveitin var kölluð út um klukkan átta í kvöld eftir að maðurinn óskaði eftir aðstoð.
Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að maðurinn hafi verið einn á gangi frá því fyrr í dag í ágætis veðri en lent í sjálfheldu í brattlendi í grennd við upptök Deildarár.