Nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin nái aftur vopnum sínum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 21:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samsett Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að verkalýðshreyfingin og láglaunafólk standi saman að sögn verkalýðsforingjanna. Formaður Eflingar segir enn mikla ólgu innan hreyfingarinnar en að horfa þurfi fram á við. Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og þó margir hafi fagnað deginum er óhætt að segja hópuppsögn starfmanna á skrifstofu Eflingar og ólga innan hreyfingarinnar sé enn ofarlega í huga margra. Rúmlega 19 prósent þeirra sem svöruðu voru sammála því að uppsagnirnar væru réttlætanlegar.Stöð 2 Samkvæmt nýrri könnun Gallup er mikill meirihluti landsmanna að einhverju leyti ósammála því að uppsagnirnar hafi verið réttlætanlegar, eða rúmlega 67 prósent. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er meðal þeirra sem hafa fordæmt uppsagnirnar en hún segir mikilvægt að halda áfram. „Það er verk að vinna bæði alþjóðlega og ekki síst hérna heima, kjarasamningar í haust, húsnæðiskreppa, verið að selja eigur almennings, þannig það er mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi í lappirnar,“ segir Drífa. „Það er mjög gott að nota fyrsta maí til að rifja það upp hvað samstaðan getur áorkað og hvað það skiptir miklu máli að bera virðingu fyrir sögunni til þess að geta unnið nýja sigra,“ segir hún enn fremur. Tillaga um að draga uppsagnirnar á skrifstofu Eflingar til baka var felld á félagsfundi félagsins í vikunni en þó er enn ákveðinn klofningur. „Ég tel eins og væntanlega allir aðrir sem eru komnir til vits og ára að það sé mikil ólga innar hreyfingarinnar og ýmislegt sem að fólk er ósammála um, þannig það er já, nokkuð augljóst,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um stöðu mála. Hún segir þó mikilvægt að muna hvað baráttan gengur út á og horfa fram á við. „Mín afstaða er náttúrulega bara sú að Efling og Eflingarfólk á að setja sjálft sig í fyrsta sæti, verka og láglaunafólk á og verður að gera það, það eru engir aðrir sem að gera það,“ segir Sólveig Anna. „Ég vona auðvitað að hreyfingin átti sig á því að það er augljóst að mikilvægast er að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem að lægstu launin hafa.“ Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar og fjallaði Sólveig Anna um stöðu mála hjá félaginu í Facebook-færslu í tilefni dagsins. Þar segir hún meðal annars að um 250 umsóknir hafi borist um störf á skrifstofu Eflingar en hópuppsögn starfsmanna skrifstofunnar hefur reynst mjög umdeild, bæði innan og utan stéttarfélagsins. „Ég vona innilega að sá vinnufriður sem ég hef ítrekað óskað eftir fyrir hönd stjórnar félagsins fari að komast á og að við getum óáreitt einbeitt okkur að því sem mestu máli skiptir, því að halda áfram við að breyta Eflingu í öflugustu samtök verka og láglaunafólks á Íslandi,“ segir Sólveig Anna. Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. 1. maí 2022 12:29 Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51 Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. 28. apríl 2022 18:41 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins var haldinn hátíðlegur víða um land í dag og þó margir hafi fagnað deginum er óhætt að segja hópuppsögn starfmanna á skrifstofu Eflingar og ólga innan hreyfingarinnar sé enn ofarlega í huga margra. Rúmlega 19 prósent þeirra sem svöruðu voru sammála því að uppsagnirnar væru réttlætanlegar.Stöð 2 Samkvæmt nýrri könnun Gallup er mikill meirihluti landsmanna að einhverju leyti ósammála því að uppsagnirnar hafi verið réttlætanlegar, eða rúmlega 67 prósent. Drífa Snædal, forseti ASÍ, er meðal þeirra sem hafa fordæmt uppsagnirnar en hún segir mikilvægt að halda áfram. „Það er verk að vinna bæði alþjóðlega og ekki síst hérna heima, kjarasamningar í haust, húsnæðiskreppa, verið að selja eigur almennings, þannig það er mikilvægt að verkalýðshreyfingin standi í lappirnar,“ segir Drífa. „Það er mjög gott að nota fyrsta maí til að rifja það upp hvað samstaðan getur áorkað og hvað það skiptir miklu máli að bera virðingu fyrir sögunni til þess að geta unnið nýja sigra,“ segir hún enn fremur. Tillaga um að draga uppsagnirnar á skrifstofu Eflingar til baka var felld á félagsfundi félagsins í vikunni en þó er enn ákveðinn klofningur. „Ég tel eins og væntanlega allir aðrir sem eru komnir til vits og ára að það sé mikil ólga innar hreyfingarinnar og ýmislegt sem að fólk er ósammála um, þannig það er já, nokkuð augljóst,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um stöðu mála. Hún segir þó mikilvægt að muna hvað baráttan gengur út á og horfa fram á við. „Mín afstaða er náttúrulega bara sú að Efling og Eflingarfólk á að setja sjálft sig í fyrsta sæti, verka og láglaunafólk á og verður að gera það, það eru engir aðrir sem að gera það,“ segir Sólveig Anna. „Ég vona auðvitað að hreyfingin átti sig á því að það er augljóst að mikilvægast er að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem að lægstu launin hafa.“ Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar og fjallaði Sólveig Anna um stöðu mála hjá félaginu í Facebook-færslu í tilefni dagsins. Þar segir hún meðal annars að um 250 umsóknir hafi borist um störf á skrifstofu Eflingar en hópuppsögn starfsmanna skrifstofunnar hefur reynst mjög umdeild, bæði innan og utan stéttarfélagsins. „Ég vona innilega að sá vinnufriður sem ég hef ítrekað óskað eftir fyrir hönd stjórnar félagsins fari að komast á og að við getum óáreitt einbeitt okkur að því sem mestu máli skiptir, því að halda áfram við að breyta Eflingu í öflugustu samtök verka og láglaunafólks á Íslandi,“ segir Sólveig Anna.
Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Ólga innan Eflingar Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. 1. maí 2022 12:29 Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51 Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. 28. apríl 2022 18:41 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins Baráttudagur verkalýðsins er í dag og af því tilefni standa verkalýðsfélög landsins fyrir fjölbreyttri dagskrá víða um land. 1. maí 2022 12:29
Sakar stjórn Eflingar um að vega að grundvallarréttindum launafólks Trúnaðarráð Bárunnar fordæmir uppsögn alls starfsfólks Eflingar og segir ákvörðun stjórnarinnar þess efnis ósvífna og óskiljanlega. 1. maí 2022 11:51
Felldu tillögu um að fordæma hópuppsögnina Trúnaðarráð VR felldi í gær tillögu fyrrverandi formanns félagsins um að fordæma hópuppsögn á skrifstofu Eflingar. Þrátt fyrir það er það einróma skoðun þeirra sem eru í trúnaðarráðinu að hópuppsögnin sé fáránleg aðgerð og skaðleg verkalýðshreyfingunni, samkvæmt þeim sem fréttastofa ræddi við og sátu fundinn í gær. 28. apríl 2022 18:41