Vísindaveröld á Keldnaholti Stefán Pálsson skrifar 3. maí 2022 11:31 Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Einhverjir vinsælustu staðir á byggðu bóli eru vísindasöfn eða -setur fyrir börn af öllum aldri, þar sem gestir og gangandi geta fræðst um undraheima vísinda, tækni og náttúru, meðal annars með eigin tilraunum. Miðstöðvar af þessu tagi eru ekki bara vinsæll viðkomustaður fjölskyldna um helgar og í skólafríum, heldur einnig einhver mikilvægustu stoðtæki skólakerfisins. Þær styrkja vísindalæsi, glæða áhuga á raungreinum og vekja gesti sína til vitundar um umhverfismál. Stofnun og bygging veglegrar vísindaveraldar er því allt í senn fjölskyldumál, menningarmál, menntamál og umhverfisverndarmál. Enginn vafi er heldur á safn sem þetta myndi draga til sín fjölda ferðamanna og því styrkja við þá mikilvægu atvinnugrein. Þörfin eftir þjónustu af þessu tagi er mikil eins og ásóknin í þá sprota sem komið hefur verið upp, s.s. á vegum Háskóla Íslands, ber með sér. Mikilvægi vísindaveraldarinnar væri ekki bundið við Reykjavík. Íbúar alls landsins myndu njóta góðs af og má hæglega hugsa sér að slík stofnun gæti skipulagt minni farandsýningar í skóla og um land allt. Hugsum stórt Ljóst er að margir aðilar yrðu að koma að verkefninu ef vel ætti að vera. Auk Reykjavíkurborgar hlytu ríkið og háskólarnir að vera ofarlega á blaði, ásamt rannsóknarstofnunum og einkafyrirtækjum á sviði tækni og vísinda. Hugsa yrði verkefnið stórt frá byrjun og gera þegar í upphafi ráð fyrir stækkunarmöguleikum. Vitaskuld koma ýmsar staðsetningar til greina fyrir verkefni þetta, en við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum sérstakan augastað á Keldnaholtslandinu, sem skipulagt verður á næstu misserum fyrir blandaða byggð. Keldnaholtið verður frábærlega tengt almenningssamgöngum með tilkomu Borgarlínu og glæsileg vísindaveröld yrði ákjósanleg miðstöð mannlífs og menningar í nýju hverfi. Ekki spillir fyrir að í landi Keldna er löng saga rannsókna á sviði vísinda og tækni sem gaman yrði að miðla til almennings. Að koma upp vísinda- og tæknisetri krefst stórátaks og samvinnu margra aðila, en Vinstri græn í borginni líta á það sem eitt af sínum mikilvægustu málum sem styrkir þá grunnmálaflokka sem við stöndum fyrir: menntun, náttúruvernd, sterk hverfi og gott skipulag. Höfundur skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun