Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. maí 2022 14:53 Nokkur spenna virðist vera að færast í leikinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Vísir/Akureyri Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri, sem framkvæmd var dagana 25. apríl til 2. maí. Þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi eða 16,7 prósent. Skammt á hæla Sjálfstæðisflokksins koma Samfylkingin, með 14,9 prósent, og L-listinn með 14,6 prósent. Samkvæmt könnun RHA fengu þessir þrír flokkar tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn. Það þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum fulltrúa en Samfylkingin og L-listinn halda sínu. Kattaframboðið nær manni inn Framsóknarflokkurinn mælist ekki langt á eftir þessum þremur flokkum, með 13 prósent fylgi. Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri mælist með 11,3 prósent fylgi. Vinstri græn mælast með 7,9 prósent fylgi og Kattaframboðið, einnig nýtt framboð, mælist með 7,8 prósent. Miðflokkurinn mælist með 7,4 prósent fylgi. Margir eru óákveðnir á AkureyriVísir/Tryggvi Samkvæmt könnun RHA mælast þessir flokkar með einn fulltrúa hver. Það þýðir að Framsóknarflokkurinn tapar einum fulltrúa en Miðflokkurinn og VG halda sínum frá síðustu kosningum. Fulltrúar Flokks fólksins og Kattaframboðsins koma nýir inn. Píratar mælast með 6,4 prósent fylgi og ná ekki fulltrúa inn. Margir óákveðnir Tekið er fram á vef RHA að nokkuð hátt hlutfall þeirra sem svöruðu hafi ekki verið búnir að gera upp hug sinn, eða 31,3 prósent. Því geti þessar tölur breyst talsvert þegar talið verður upp úr kössunum. 7,4 prósent vildu ekki svara og 1,1 prósent ætlar ekki að mæta á kjörstað. 398 svöruðu könnunni. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylkingin og L-listinn sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn, en þar sitja ellefu kjörnir fulltrúar. Sá meirihluti væri því fallin samkvæmt könnun RHA, sæti hann enn. Sú breyting var hins vegar gerð í september 2020 að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn mynduðu samstjórn. Mynda því allir flokkar sem nú eiga sæti í bæjarstjórn meirihluta þar.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðanakannanir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira