Keflavíkurstelpur um nýja Brassann sinn: Hún er stórkostlegur leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 15:00 Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir mættu í upphitunarþáttinn. Bestu mörkin Vísir verður með nýjan upphitunarþátt fyrir Bestu deild kvenna í sumar og þátturinn fyrir aðra umferð deildarinnar er nú kominn inn á vefinn. „Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
„Velkomin með okkur í nýjan og sérstakan besta upphitunarþátt sem fyrir fyrir Bestu deildina,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona þáttarins. Fyrstu gestir þáttarins voru Keflvíkingarnir Kristrún Ýr Holm og Dröfn Einarsdóttir. Önnur umferðin fer einmitt af stað í kvöld en þrír leikir fara þá fram og umferðin klárast síðan með tveimur leikjum á morgun. Í kvöld koma Selfyssingar til Eyja, Valskonur fara norður og spila við Þór/KA í Boganum og Þróttur tekur á móti Aftureldingu í Laugardalnum. Á morgun taka Keflvíkingar á móti Breiðabliki og KR sækir Stjörnuna heim. Bestu deildar mörkin ætla að fylgjast vel með deildinni í vetur og bjóða eins og áður sagði upp á sérstakan upphitunarþátt á Vísi fyrir hverja umferð. Keflavíkurkonur unnu 4-0 sigur á KR í fyrstu umferðinni og eru því á toppi deildarinnar. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir ræddu við þær Kristrúnu Ýr Holm, fyrirliða, og Dröfn Einarsdóttur í þættinum. Helena og Mist þurftu fyrst að svara fyrir það að hafa spáð Keflavíkurliðinu neðsta sætinu í deildinni. „Já við gerðum það með fyrirvara um að þær væru vanar því að gefa sokka í Keflavík. Það er svolítið það sem við fílum við Keflavíkurliðið. Þær eru til alls líklegar og svara þegar maður baunar á þær,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Mér finnst að Gunni þjálfari hafi svolítið falið Keflavíkurliðið í undirbúningnum og platað okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir létt. „Við höfum bara verið að setja þessa spá aðeins til hliðar og einbeita okkur að okkur. Eins og Dröfn sagði þá vissum við ekkert hvað við værum að fara út í þegar við vorum að fara spila á móti KR. Mér fannst frábært hvernig við komum út úr þessu og fundum lausnir sjálfar,“ sagði Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur. Þær Dröfn og Kristrún Ýr fóru yfir undirbúninginn og þennan glæsilega sigur á KR í fyrsta leik. Þær töluðu líka um hina brasilísku Önu Paula Santos sem skoraði þrennu í fyrsta leik. „Hún er algjör liðsleikmaður og gerir okkur að betri leikmönnum. Það er geggjað að spila með henni,“ sagði Dröfn Einarsdóttir. „Mér finnst það frábært að hún er að draga það besta fram úr okkar leikmönnum. Það er auðvelt að finna hana og það er frábært hvernig hún tekur á móti boltanum og hvað hún heldur honum vel. Hún finnur laus svæði og kemur sér sjálf í þessu lausu svæði. Hún er stórkostlegur leikmaður og við eigum eftir að njóta góðs af því ,“ sagði Kristrún Ýr. Þær Dröfn og Kristrún Ýr spáðu líka hvernig leikir annarrar umferðarinnar munu fara. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. Klippa: Upphitunarþáttur fyrir 2. umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Bestu mörkin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti