Hómófóbísk líkamsárás náðist á myndband: „Ég var bara í sjokki“ Snorri Másson skrifar 3. maí 2022 21:01 Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð. Vísir/Samsett Íslendingur sem varð fyrir árás vegna kynhneigðar sinnar í líkamsræktarstöð í Síle í vikunni segist hafa óttast um líf sitt. Lögreglan brást honum en maðurinn segir málinu hvergi nærri lokið. Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu. Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ómar Alejandro Waldosson, uppalinn á Hvolsvelli, hefur notið frísins í sólinni í fæðingarlandi sínu Síle undanfarna mánuði. Hann er einkaþjálfari með meiru og var farinn að mæta reglulega í tiltekna líkamsræktarstöð í heimabæ sínum Quilpué þar til hann varð allt í einu fyrir ógeðfelldri árás á laugardaginn. Á myndbandi úr öryggismyndavélum sem sjá má hér að ofan má sjá Ómar þar sem hann situr á bekk hægra megin í salnum í appelsínugulum bol, þegar ókunnugur maður í hlýrabol kemur upp að honum. „Hann kemur að mér og öskrar: Helvítis hommi, færðu þig. Þú ert með litaðar neglur eins og einhver gella. Hann eltir mig, ýtir mér, og þá labba ég til baka og spyr: Hvers konar framkoma er þetta? Ég átti engan veginn von á því þegar ég var að æfa að einhver ofbeldismaður kæmi og myndi berja mig bara af því að ég er með litaðar neglur. Ég var bara í sjokki, af því að ég hef aldrei upplifað neitt slíkt á Íslandi. Ég er ekki vanur svona framkomu,“ segir Ómar. Ómar Alejandro Waldosson varð fyrir árás í líkamsræktarstöð í Síle á laugardag. Hann segist ekki munu linna látum fyrr en árásarmaðurinn sætir ábyrgð.Vísir/Samsett Á engum tímapunkti koma þjálfarar líkamsræktarstöðvarinnar Ómari til hjálpar, sem hann segir óásættanlegt. „Ég hringdi í lögregluna, ég beið í tvo tíma inni í líkamsræktarstöðinni eftir að hún kæmi en hún kom aldrei. Ég þorði ekki að labba út af því að maðurinn sem barði mig var með hníf og ætlaði að drepa mig, sagðist ætla að bíða eftir mér þegar ég kæmi út og þá myndi hann berja mig,“ segir Ómar. Algert úrræðaleysi á þeim tímapunkti en málinu er ekki lokið. Ómar segist munu fara með málið alla leið og sjá til þess, með sönnunargögnin að vopni, að maðurinn hljóti refsingu. Maðurinn hefur haft í hótunum við Ómar og málið hefur vakið nokkra athygli fjölmiðla á svæðinu.
Chile Líkamsræktarstöðvar Íslendingar erlendis Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira