Sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir gegn sambýliskonu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 20:29 Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 700 þúsund krónur í miskabætur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tvívegis ráðist á þáverandi sambýliskonu sína og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Maðurinn var ákærður í þremur liðum, fyrir tvær líkamsárásir gagnvart þáverandi sambýliskonu hans og fyrir fíkniefnalagabrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í desember 2019 tekið sambýliskonuna hálstaki með báðum höndum í eldhúsinu á þáverandi heimili þeirra. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á hana í júlí 2020 á heimili þeirra, slegið í hönd hennar þar sem hún hélt á farsíma sem lenti í andliti hennar. Þá hafi hann tekið hana hálstaki með báðum höndum og þrengt að hálsi hennar og dregið hana þannig að útidyrahurðinni þar sem þau duttu bæði í gólfið og hún komst út úr íbúðinni. Fram kemur í dómnum að konan hafi leitað aðstoðar hjá nágranna. Afleiðingar árásarinnar hafi verið þær að hún hafi fengið blóðnasir, eymsli fyrir neðan nef, roða og eymsli yfir hálsi, tognun á hálshrygg og eymsli yfir herðum beggja vegna. Maðurinn var jafnframt ákærður fyrir að hafa þennan dag haft í vörslum sínum 3,25 grömm af ecstasy og fimmtán stykki af ávana- og fíknilyfinu Sildenafil Actavis. Sagði konuna hafa beitt sig ofbeldi Konan fór fram á að fá 1.550.000 krónur í skaða- og miskabætur. Maðurinn neitaði sök um að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. Við yfirheyrslur um atvikið í desember 2019 sagði maðurinn að þau hafi verið að rífast og konan verið komin fast upp að andliti hans og sveiflað höndunum. Hann hefið sagt henni að slaka á og hætta að rífast en þegar hún hafi ekki gert það hafi hann gripið um háls hennar og sagt henni að hætta. Það hafi ekki verið hálstak, hann hefði bara gripið í hálsinn á henni til þess að segja henni að hætta. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa gripið um háls hennar heldur ýtt henni frá sér með báðum höndum á hálsinn. Hún hafi svo strunsað burtu. Hann sagði þá að konan væri með geðhvarfasýki og væri „snargeðveik“. Hann hafi verið að verja sig og sambandið verið ofbeldissamband af hennar hálfu. Dómurinn taldi skýringar mannsins ekki trúverðugar og að misræmi hafi verið í framburði hans hjá lögreglu og fyrir dómi. Rætt var við vitni að seinni líkamsárásinni fyrir dómi og studdu þau framburð konunnar. Annað þeirra hafði þar að auki tekið upp myndband af því sem átti sér stað þennan dag. Maðurinn játaði að hafa verið með fíkniefnin á sér þennan dag. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2001 en fyrri brot hans hafi ekki áhrif á refsiákvörðun í málinu.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira