Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2022 21:41 Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, í viðtali á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón Ólason Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en borgin vill byrja að byggja sem fyrst í Nýja Skerjafirði og er þessa dagana í óða önn að úthluta þar byggingarlóðum. Svæðið er hins vegar ennþá lokað innan flugvallargirðingar. Þessa girðingu þarf að færa áður en borgin getur hafið byggingarframkvæmdir.Sigurjón Ólason Deilt er um hvort fyrirhugað íbúðahverfi gangi í berhögg við samkomulag borgarstjóra og ráðherra um að á meðan flugvallarstæði sé kannað í Hvassahrauni skuli rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Aðilar vitna til skýrslu hollenskra sérfræðinga um að hætta vegna sviptivinda frá nýju hverfi svo nálægt flugbrautum við ákveðnar aðstæður kalli á mildunarráðstafanir. „Þær miða allar að því að draga úr hættu í flugi, sem þýðir það að flug verður bannað á þessum dögum sem þessar aðstæður verða þannig. Þannig eru mildunarráðstafanir til að draga úr hættu,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað.Skjáskot/Stöð 2 Í bréfi til innviðaráðherra í gær vegna óskar borgarinnar um færslu flugvallargirðingarinnar segir Isavia: „Félaginu er ekki fært að verða við þeirri beiðni nema að ráðherra staðfesti það að færsla girðingarinnar fari ekki gegn samkomulagi ríkis og borgar frá árinu 2019. Óskað er eftir skriflegri afstöðu Innviðaráðherra, sem ber faglega og pólitíska ábyrgð á rekstri og tilvist flugvallarins, til þeirrar beiðni,“ segir í niðurlagi bréfsins. Svarbréf_ISAVIA_til_Innviðaráðuneytis_vegna_Reykjavíkurborgar_dagsett_02PDF214KBSækja skjal -Þið varpið ábyrgðinni á ráðherrann? „Ábyrgðin er hans,“ svarar Sigrún Björk. Hún leynir þó ekki þeirri skoðun sinni að bíða eigi eftir niðurstöðu um Hvassahraun eða annan kost. „Byrja á því að ákveða hvar flugvöllur á að vera í framtíðinni fyrir suðvesturhornið, byggja hann upp og síðan að loka þessum. Þetta er versta hugsanlega niðurstaða að gera þetta svona; að kremja lífið úr þessum þannig að hann verði óstarfhæfur án þess að vera tilbúinn með aðra lausn,“ segir framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en borgin vill byrja að byggja sem fyrst í Nýja Skerjafirði og er þessa dagana í óða önn að úthluta þar byggingarlóðum. Svæðið er hins vegar ennþá lokað innan flugvallargirðingar. Þessa girðingu þarf að færa áður en borgin getur hafið byggingarframkvæmdir.Sigurjón Ólason Deilt er um hvort fyrirhugað íbúðahverfi gangi í berhögg við samkomulag borgarstjóra og ráðherra um að á meðan flugvallarstæði sé kannað í Hvassahrauni skuli rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Aðilar vitna til skýrslu hollenskra sérfræðinga um að hætta vegna sviptivinda frá nýju hverfi svo nálægt flugbrautum við ákveðnar aðstæður kalli á mildunarráðstafanir. „Þær miða allar að því að draga úr hættu í flugi, sem þýðir það að flug verður bannað á þessum dögum sem þessar aðstæður verða þannig. Þannig eru mildunarráðstafanir til að draga úr hættu,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað.Skjáskot/Stöð 2 Í bréfi til innviðaráðherra í gær vegna óskar borgarinnar um færslu flugvallargirðingarinnar segir Isavia: „Félaginu er ekki fært að verða við þeirri beiðni nema að ráðherra staðfesti það að færsla girðingarinnar fari ekki gegn samkomulagi ríkis og borgar frá árinu 2019. Óskað er eftir skriflegri afstöðu Innviðaráðherra, sem ber faglega og pólitíska ábyrgð á rekstri og tilvist flugvallarins, til þeirrar beiðni,“ segir í niðurlagi bréfsins. Svarbréf_ISAVIA_til_Innviðaráðuneytis_vegna_Reykjavíkurborgar_dagsett_02PDF214KBSækja skjal -Þið varpið ábyrgðinni á ráðherrann? „Ábyrgðin er hans,“ svarar Sigrún Björk. Hún leynir þó ekki þeirri skoðun sinni að bíða eigi eftir niðurstöðu um Hvassahraun eða annan kost. „Byrja á því að ákveða hvar flugvöllur á að vera í framtíðinni fyrir suðvesturhornið, byggja hann upp og síðan að loka þessum. Þetta er versta hugsanlega niðurstaða að gera þetta svona; að kremja lífið úr þessum þannig að hann verði óstarfhæfur án þess að vera tilbúinn með aðra lausn,“ segir framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55 Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Borgin telur Nýja Skerjafjörð ekki trufla rekstur flugvallar Talsmenn borgarstjórnarmeirihlutans vilja hefja uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar sem allra fyrst og hafna því að byggingar þar skerði rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 19. apríl 2022 22:55
Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. 4. apríl 2022 22:44
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00